Lífgaðu upp á heimilið með bleikum

Bleikur gerir mikið á móti klassísku litunum sem tíðkast inni …
Bleikur gerir mikið á móti klassísku litunum sem tíðkast inni á nánast öllum heimilum.

Eins og fram hefur komið á Smartlandi verður fölbleikur einn af litum sumarsins en liturinn hefur reyndar lifað góðu lífi um nokkurt skeið í bæði fatnaði og húsbúnaði. Við rákum augun í dásamlega Instagram-síðu, www.instagram.com/immyandindi, þar sem liturinn fagri ræður svo sannarlega ríkjum og gaman er að sækja innblástur fyrir fagurkera sem vilja taka litinn inn á heimilið með hækkandi sólu.

Á bak við síðuna er áströlsk vefverslun sem státar sig af því að selja skandinavískan stíl sem virðist vera að sækja í sig veðrið út um heim allan.

Á meðfylgjandi myndum má sjá bleiku töfrana:

Living room delight for @adoremagazine styling by @aimeestylist @littlelibertyrooms 📷 @hannahblackmore

A photo posted by Immy + Indi (@immyandindi) on Dec 22, 2016 at 12:58am PST

Einstaklega falleg stofa innblásin af bleika litnum.

Fallegir aukahlutir eins og stóll, skinn og fleira gerir einstaklega mikið fyrir þetta fallega rými.

Oft þarf ekki að setja marga hluti inn í rýmið til að ná fram áhrifunum. Hér má sjá stóran fallegan púða og teppi sem gera svo sannarlega sitt.

 Gullfalleg rúmföt í fölbleika litnum fagra.

Living room amazingness from our fave @becdarragh featuring our 30cm round marble tray on sale now $169 @immyandindi

A photo posted by Immy + Indi (@immyandindi) on Jan 25, 2017 at 12:06am PST

Bleiki liturinn ræður ríkjum í þessari smekklegu stofu án þess að frekjast um of.

Green and pink coziness @lisannevandeklift 👈🏻👌🏻

A photo posted by Immy + Indi (@immyandindi) on Dec 29, 2016 at 2:07am PST

 Grænn og bleikur vinna einstaklega vel saman. 

Can't get enough, an oldie but a goodie from the gorgeous Tarina @oh.eight.oh.nine 👈🏻🌸

A photo posted by Immy + Indi (@immyandindi) on Dec 14, 2016 at 5:07pm PST

 Oft þarf ekki meira en bleik blóm í vasa.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál