Björk selur 250 milljóna húseign

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tónlistarmaðurinn Björk Guðmundsdóttir hefur sett glæsilegt hús sitt í New York á sölu. Húsið stendur á móti Hudson River og þykir ansi vel staðsett. Variety.com greinir frá þessu. 

Björk leggur mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig og að hafa sjóinn í sjónmáli en heimili hennar á Íslandi er einmitti við Ægisíðu í Reykjavík þar sem sjórinn frussast á gluggana þegar vont er í sjóinn. 

Björk er ekki eina stjarnan sem býr í þessu hverfi því þar býr líka Bill Murray og Al Pacino. 

Húsið við Hudson River hefur verið í eigu tónlistarmannsins síðan 2002 en það er 280 fm að stærð. Þetta er ekki eina húseignin sem Björk lúrir á því hún á penthouse-íbúð í Brooklyn sem hún festi kaup á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney. Þegar hjónin skildu keypti hún hann út úr íbúðinni. 

Þessar myndir birtust í síðu Variety.com.
Þessar myndir birtust í síðu Variety.com.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál