Áttu 3,7 milljónir í útborgun?

Á Öldugötunni er hluti af elshúsinnréttingunni nýttur sem fataskápur.
Á Öldugötunni er hluti af elshúsinnréttingunni nýttur sem fataskápur. Ljósmynd / Fasteignavefur mbl

Húsnæðismál hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og þá sér í lagi skortur á ódýru íbúðarhúsnæði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum.

Þegar fasteignavefur mbl er skoðaður er ljóst að úrvalið af litlum og ódýrum eignum er ekki upp á marga fiska, en slegist er um álitlegar eignir og eru þær fljótar að rjúka út.

Smartland fór á stúfana og kíkti á fasteignavefinn í leit að ódýrum eignum á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðir sem kosta undir 25 milljónum eru fremur fáar, en nokkrar seldust hreinlega á meðan greinin var í vinnslu.

Ýmsar leiðir eru færar í íbúðarkaupum, en til að geta tekið hefðbundið íbúðalán þarf yfirleitt að eiga 15% af kaupverði eignarinnar í útborgun. Það þýðir að ef kaupa á eign á 20 milljónir þurfa kaupendur að eiga þrjár milljónir. Það þarf þó að hafa í huga að ef íbúð er ósamþykkt þá gilda ekki sömu lánareglur. Íbúðalánasjóður lánar til dæmis ekki fyrir ósamþykktum íbúðum og í þeim tilfellum þarf fólk að fá lán á öðrum stöðum. 

Hér að neðan fer listi yfir nokkrar ódýrar eignir, þar sem uppsett verð er undir 25 milljónum.

15-20 milljónir (2,25 – 3 milljónir í útborgun)

Ein ódýrasta eignin á ská er staðsett við Sólvallagötu, en um ósamþykkta stúdíóíbúð er að ræða. Eignin er 30 m² og sett á 15,5 milljónir. Íbúðarrýmið sjálft er 18,6 m² en geymsla í kjallara fylgir.

Íbúðin er ósamþykkt og skráð sem verslun.
Íbúðin er ósamþykkt og skráð sem verslun. Ljósmynd / Fasteignavefur mbl

Við Öldugötuna má einnig finna ósamþykkta stúdíóíbúð. Íbúðarrýmið er á jarðhæð, og skiptist í þrjú hólf, alrými, baðherbergi og eldhús. Kaupverð er 16,9 milljónir.

Svefnrýmið í stúdíóíbúðinni á Öldugötu. Íbúðin er sett á 16,9 …
Svefnrýmið í stúdíóíbúðinni á Öldugötu. Íbúðin er sett á 16,9 milljónir. Ljósmynd / Fasteignavefur mbl

Við Njálsgötu í Reykjavík stendur 40 m² stúdíóíbúð, en hún er föl fyrir 19,9 milljónir. Íbúðin hefur að geyma alrými, eldhús og baðherbergi, en lofthæð er minni en gengur og gerist.

Lofthæðin er lægri en gengur og gerist í stúdíóíbúðinni á …
Lofthæðin er lægri en gengur og gerist í stúdíóíbúðinni á Njálsgötu. Ljósmynd / Fasteignavefur mbl

20-25 milljónir (3 – 3,75 milljónir í útborgun)

Við Kirkjustétt í Grafarholti er að finna 53 m² vinnustofu sem hefur verið innréttuð sem tveggja herbergja íbúð. Ásett verð er 22,9 milljónir.

Íbúðin var upphaflega vinnustofa.
Íbúðin var upphaflega vinnustofa. Ljósmynd / Fasteignavefur mbl

Við Barónsstíg í Reykjavík er að finna tveggja herbergja ósamþykkta kjallaraíbúð, sem föl er fyrir 23,4 milljónir.

Við Barónsstíg er að finna tveggja herbergja ósamþykkta íbúð og …
Við Barónsstíg er að finna tveggja herbergja ósamþykkta íbúð og er kaupverðið 23,4 milljónir.

Við Njarðargötu er að finna nýlega uppgerða, tveggja herbergja íbúð. Íbúðin er 45 m² og er ásett verð 23,9 milljónir.

Við Njarðargötu er að finna litla tveggja herbergja íbúð á …
Við Njarðargötu er að finna litla tveggja herbergja íbúð á 23,9 milljónir. Ljósmynd / Fasteignavefur mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál