Slegist um gistingu á Banksy-hótelinu

Listaverk eftir Banksy fyrir ofan rúm á hótelinu.
Listaverk eftir Banksy fyrir ofan rúm á hótelinu. ljósmynd/banksy.co.uk

Smartland greindi nýlega frá The Walled Off-hótelinu, nýju hóteli í Betlehem með versta útsýni í heimi. Nú er svo komið að hótelið er nánast fullbókað næstu þrjá mánuði og margir gestanna koma einungis til Betlehem til þess að gista á hótelinu sem vísar út að múrnum. 

Útsýnið á hótelinu er út á múrinn.
Útsýnið á hótelinu er út á múrinn. ljósmynd/banksy.co.uk

Grafíti-listamaðurinn Banksy hannaði allt hótelið og eru veggir skreyttir listaverkum eftir hann. Þó svo að hótelið hafi verið gagnrýnt fyrir að verðlagið sé of hátt fyrir Palestínumenn, segir hótelstjórinn Wissam Salsaa það skila sér til baka út í samfélagið. Enda borgi hann næstum því 50 manns laun og allur ágóði fari út í samfélagið. 

Ætli þetta séu ódýrustu rúmin?
Ætli þetta séu ódýrustu rúmin? ljósmynd/banksy.co.uk

Nóttin á The Walled Off-hótelinu kostar á bilinu 3.500 krónur upp í 105.000 krónur. 

Listamaðurinn Banksy hannaði hótelið.
Listamaðurinn Banksy hannaði hótelið. ljósmynd/banksy.co.uk
Forsetasvítann kostar 105.000 krónur.
Forsetasvítann kostar 105.000 krónur. ljósmynd/banksy.co.uk
Framhlið Banksy-hótelsins.
Framhlið Banksy-hótelsins. ljosmynd/banksy.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál