Láttu stofuna líta úr fyrir að vera dýrari

Mottan nær undir húsgögnin.
Mottan nær undir húsgögnin. skjáskot/amberinteriordesign.com

Það þarf ekki endilega að breyta miklu eða kaupa ný og dýr húsgögn til þess að láta herbergi líta betur út. MyDomaine fór yfir nokkur góð ráð til þess að láta húsnæði líta út fyrir að vera fínni og dýrari. 

Mottur

Of litlar mottur geta látið herbergi líta úr fyrir að vera mun ódýrari en þau eru í raun og veru. Mottur undir borðstofuborði ættu að ná 60 til 90 sentímetra út fyrir hvern stól. Í stofunni ættu fremri fætur á öllum húsgögnum að ná inn á mottuna. 

Innréttingar og hurðir

Margir eru með ódýrar eða gamlar innréttingar. Litlir hlutir eins og nýjar og betri höldur geta látið innréttingar líta út fyrir að vera dýrari. 

Gluggatjöld

Með því að hengja gluggatjöldin of neðarlega og nálægt gluggunum minnka þeir. En með því að hengja gluggatjöldin hátt og vítt stækka gluggarnir. 

Gluggatjöldin stækka gluggana.
Gluggatjöldin stækka gluggana. skjáskot/MyDomaine.com

Listaverk

Fjöldaframleidd prentuð listaverk úr ódýrum búðum hjálpa ekki til við að gera íbúðina elegant. Hægt er að kaupa listaverk sem þurfa ekki að kosta mikið en eru ekki fjöldaframleidd í verksmiðjum.

Óþarfa drasl

Því minna af dóti því fínna virðist heimili. Gott er til dæmis að geyma smádót á baðherberginu eins og tannbursta inni í skáp. Litlir hlutir eins og að brjóta saman handklæði geta gert gæfumuninn.

Gott er að geyma smáhluti í skápum og skúffum.
Gott er að geyma smáhluti í skápum og skúffum. skjáskot/MyDomaine.com

Lýsing

Herbergi sem einungis eru með loftljós eru ekki eins fín og þau gætu verið. Lýsingin ætti að vera sem fjölbreyttust, loftljós, veggljós og lampar. 

Gömul húsgögn

Gömul húsgögn eru falleg en of mikið af þeim getur látið herbergi líta illa út. Fallegt er að blanda saman gömlum húsgögnum við nútímaleg húsgögn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál