Algengustu Feng Shui-mistökin

Það þarf að raða hlutum eftir ákveðnum reglum í Feng …
Það þarf að raða hlutum eftir ákveðnum reglum í Feng Shui. mbl.is/Thinkstockphotos

Það skiptir máli að heimili fólks beri með sér góða orku og fólki líði vel heima hjá sé. Með því að raða hlutum inni hjá sér með Feng Shui-aðferðinni er hægt að skapa meiri frið og orku. Mindbodygreen fór yfir algengustu Feng Shui-mistökin sem fólk gerir.

Rúmið, sófinn eða skrifborðið snýr ekki að hurðinni

Til þess að finna til öryggis þarftu að vita að þú sért við stjórnvölinn. Það á enginn að geta komið og farið án þess að þú vitir. Ef þú getur ekki snúið rúmi, sófa eða skrifborði er hægt að nota spegla til þess að sjá hurðina.

Fólk hendir ekki óþarfa hlutum áður en það byrjar á Feng Shui

Fólk geymir oft óþarfa hluti í því skyni að það muni mögulega einhvern tímann nota þá aftur. Þessir hlutir þurfa að vera farnir áður en heimili fara í gegnum Feng Shui-ferli. Gamla draslið getur dregið úr orkunni. Að geyma hlutina úti í bílskúr kemur ekki til greina, allt drasl verður að fara.

Fólki hengir stórar myndir fyrir ofan sófa, stóla eða rúm

Feng Shui snýst um að finna til öryggis. Fólk finnur til óöryggis ef stór listaverk eða myndir hanga fyrir ofan sófa, stóla eða rúm.

Feng Shui-herbergi.
Feng Shui-herbergi. mbl.is/Thinkstockphotos

Þægindi eru ekki í fyrirrúmi

Ekki láta fegurð hluta ráða ferðinni þegar þeir geta verið hættulegir. Hlutir og húsgögn sem eru oddhvöss og óstöðug geta haft áhrif á orku heimilisins.

Þunglyndisleg listaverk

Hugsaðu út í hvað þú vilt fá út úr lífinu og berðu það saman við hvaða sögu listaverkin þín segja. Ef þú vilt vera hamingjusamur gætirðu þurft að losa þig við myndir af óhamingjusömu, einmana og veiku fólki.

Litapallettan er of einsleit

Margir festast í að velja liti út frá einu eða tveimur af frumefnunum fimm, viði, eldi, jörð, málmi og vatni. Til að halda orkujafnvægi á heimilinu þarf að nota liti út frá öllum efnunum.  

Fólk einbeitir sér of mikið að einu verkefni

Ekki einbeita þér bara að orkuflæði á ákveðnum svæðum. Þú þarft að hugsa um heildina og öll svæði heimilisins þótt þú sért að reyna ná árangri í sambandi eða fjárhagslega.

Of fullkomin heimili

Ekki reyna að búa til hið fullkomna heimili þannig að þú tímir ekki að nota hlutina þína. Börnin þín, vinir og gæludýr eru öll með frábæra orku þannig að leyfðu þeim að dreifa henni um heimilið að vild.

Fólk hendir ekki ónýtum hlutum

Ef þú nennir ekki að laga hluti sem hafa brotnað eða bilað þá áttu að losa þig við þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál