Svona haldast gasblöðrurnar á sínum stað

Borðskreytingarnar komu skemmtilega út.
Borðskreytingarnar komu skemmtilega út. Ljósmynd / Anna María Benediktsdóttir

„Hérna kemur smávegis sem ég föndraði fyrir fermingu hjá syni mínum síðustu helgi. Hugmyndin kviknaði af tveimur ástæðum, í fyrsta lagi vildi hann ekki hafa glærusýningu í veislunni með myndum af sér og svo vorum við búin að ákveða að hafa helíumblöðrur sem borðskraut,“ segir Anna María Benediktsdóttir í sinni nýjustu færslu, en hún heldur úti heimilisblogginu Ég er komin heim.

„Þegar ég fór að hugsa hvað gæti verið sniðugt að hafa til að halda blöðrunum niðri varð þessi hugmynd til. Ég fór í Húsasmiðjuna og þar var þessu reddað fyrir mig, 10 stykki af trékubbum sem eru 95 mm á breidd og þykkt og sagaðir í 100 mm sem er þá hæðin. Ég bæsaði og sett króka fyrir blöðrurnar. Ég var svo búin að prenta út myndir af fermingarbarninu sem ég límdi á með límstifti. Ástæðan fyrir því að notaði ekki sterkara lím er sú að núna get ég tekið þessar myndir af mjög auðveldlega og notað kubbana fyrir önnur tilefni. Þetta væri líka „brilliant“ að útfæra í brúðkaupsveislu og nota myndir af brúðhjónunum.“

Hér má sjá kubbana betur.
Hér má sjá kubbana betur. Ljósmynd / Anna María Benediktsdóttir
Svona litu kubbarnir út áður en Anna María bæsaði þá …
Svona litu kubbarnir út áður en Anna María bæsaði þá og skrúfaði krókinn í. Ljósmynd / Anna María Benediktsdóttir
Að lokum voru myndirnar límdar á.
Að lokum voru myndirnar límdar á. Ljósmynd / Anna María Benediktsdóttir
Kubbarnir sáu til þess að blöðrurnar héldust á sínum stað.
Kubbarnir sáu til þess að blöðrurnar héldust á sínum stað. Ljósmynd / Anna María Benediktsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál