Fólk velur stell sem standast tímans tönn

Algengt er að brúðhjón velji að safna sér munum frá …
Algengt er að brúðhjón velji að safna sér munum frá Royal Copenhagen. Royal Copenhagen

Jórunn Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri Kúnígúnd, segir að enn sé gríðarlega algengt að brúðhjón kjósi að safna sér brúðarstelli, og það sé jafnvel að færast í aukana, en hvaða stell skyldu vera vinsælust um þessar mundir?

„Það sem er vinsælast hjá okkur í dag er stellin frá Royal Copenhagen. Þá er fólk mikið að blanda saman hvíta stellinu við þessi mynstruðu, bæði gamla mynstrið og einnig þetta nýja svokallaða Mega-mynstur,“ segir Jórunn Þóra.

„Fólk virðist velja stell sem eldast vel og þá jafnvel eitthvað sem var að finna á heimili foreldra þess, eða heima hjá ömmu og afa,“ segir Jórunn, en hún ráðleggur brúðhjónum að velja sér sígilt stell sem stenst tímans tönn.

„Mikilvægast er að stellið sé klassískt. Að það séu ekki of miklir stælar á því, þannig að fólk fái ekki auðveldlega leið á því. Einnig þarf stellið að vera vandað,“ bætir Jórunn við og segir að það sé afar hentugt að útbúa gjafalista fyrir stóra daginn, enda geti það bæði auðveldað brúðhjónum og gestum lífið.

„Gott er að hafa listann fjölbreyttan og velja gjafir á breiðu verðbili. Fólk gefur misdýrar gjafir og gjarnan taka nokkrir gestir sig saman um gjöf,“ segir Jórunn og bætir við að það séu ekki einungis matarstell sem brúðhjón sækjast eftir. Hnífapör, glös eða skrautmunir, til að mynda kertastjakar vasar eða lampar, eru gjarnan ofarlega á listanum.

Stellið er fallegt og stenst tímans tönn.
Stellið er fallegt og stenst tímans tönn. Royal Copenhagen
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál