„Ekki of mikið, ekki of lítið“

Ekki of mikið, ekki of lítið.
Ekki of mikið, ekki of lítið. mbl.is/Thinkstocphotos

Það er ekki langt síðan gamla danska hugtakið „hygge sig“ tröllreið öllu. Gefnar voru út bækur og fólk bjó til hygge-horn í stofunni sinni. Nú þykir líklegt að sænska hugtakið „lagom“ sem þýðir ekki of mikið, ekki of lítið, muni vinna hug og hjörtu fólks. 

Mindbodygreen útskýrir að lagom muni ekki koma í staðinn fyrir „hygga sig“ þar sem eðlismunur er á milli hugtakanna. Á meðan danska hugtakið snýst um hvernig á að hafa það notalegt og njóta stundarinnar snýst „lagom“ um hófsemi sem krefst aga og stillingar.

Þessa hugmyndafræði er hægt að taka inn í hvað sem maður gerir en gott er að útskýra þetta með því hvernig Svíar velja mjólkina sína. Talað er um að þeir vilji ekki hafa hana of feita en ekki of létta, í rauninni akkúrat nógu mikla fitu.

Ikea vinnur meira að segja að „lagom“-verkefni sem tengist sjálfbærni. Það er því hægt að taka hugmyndina inn á heimilið, ekki til dæmis kaupa of mikið af húsgögnum og hlutum. Einnig er hægt að hugsa þetta út frá því hversu mikið maður vinnur.

Lagom getur átt við húsgögn, mat eða fjölskyldulíf.
Lagom getur átt við húsgögn, mat eða fjölskyldulíf. mbl.is/Thinkstocphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál