Hlakkar til að fá að setjast um borð

Snorri Eldjárn Snorrason sá um yfirhönnun á Vatnajökulsflugvél Icelandair.
Snorri Eldjárn Snorrason sá um yfirhönnun á Vatnajökulsflugvél Icelandair.

Í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair ákvað fyrirtækið að heilmerkja flugvél með mynd af Vatnajökli. Snorri Eldjárn Snorrason, listrænn stjórnandi Icelandair á Íslensku auglýsingastofunni, hafði yfirumsjón með hönnuninni. Hann segir það ekki létt verk að koma jökli fyrir á flugvél. 

Hvernig fer maður að því að koma Vatnajökli fyrir á flugvél? 

Það er dálítið snúið að láta eina mynd tákna jafn stórt svæði og Vatnajökull er. Ég vildi að myndin myndi innihalda bæði skriðjökul, fjöll og ísbreiðu. Eftir að hafa skoðað þúsundir mynda af Vatnajökulssvæðinu endaði ég með að vinna mynd af Vatnajökli frá sjónarhóli Svínafellsjökuls. Búkur flugvélarinnar er margfalt breiðari en hefðbundin ljósmynd þannig að það þarf að fikta svolítið í hlutföllum myndarinnar þannig að hún passi inn í form flugvélarinnar og falli vel að merkingum hennar. Þema flugvélarinnar leyfði mér svo að halda mig við ákveðna bláa tóna sem einkenna Icelandair og passa vel við „staðlaðar“ merkingar flugvélarinnar svo sem gulan hreyfil og kóngablátt stélið. Þegar hönnunin er tilbúin og samþykkt þá eru svokölluð Pantone-litgildi ákveðin, en það er kerfi staðlaðra lita. 12 pantone litir voru notaðir við gerð þessarar flugvélar og var þeim blandað saman til að fá róf ólíkra lita. Þegar hingað var komið tók Air Livery, fyrirtæki sem sérhæfir sig í merkingum flugvéla, við.

Það var mikið verk að koma Vatnajökli á eina flugvél.
Það var mikið verk að koma Vatnajökli á eina flugvél.

Hvað tók þetta langan tíma og hvað komu margir að verkinu?

Flugvélin var sprautumáluð í Norwich á Englandi. Teymi þýskra „airbrush“-listamanna, sem einnig gerðu Heklu Auroru, vann verkið. Í heild tók merking vélarinnar 21 dag – eða um 2.500 vinnuklukkustundir og voru 25 manns sem komu að því verki. Það var magnað að fá að fylgjast með því ferli því þessir listamenn voru svo ótrúlega færir.  

Að mörgu þurfti að huga og fjölmargir komu að verkinu.
Að mörgu þurfti að huga og fjölmargir komu að verkinu.

Hvað er það flóknasta við þetta verkefni?

Flóknasti hluti verkefnisins snýr að tæknilegu hliðinni. Það er gríðarmikið regluverk sem fylgir merkingum flugvéla. Starfsfólk í hönnunarteymi DOA (Design Organizational Approval) vann baki brotnu við að ná öllum leyfum í gegn og vinna þetta náið með Air Livery svo allt gæti gengið vel eftir. Til að mynda var starfsmaður DOA, Sigurður Ingi Ljótsson, til staðar meiri hluta tímans í flugskýlinu í Norwich til að passa að allt yrði framkvæmt samkvæmt hæstu gæðakröfum.   

Hvernig er hönnunin inni í vélinni?

Við vildum að þema flugvélarinnar væri gegnheilt og myndi smita í alla þætti hennar. Hugmyndin var að það að stíga um borð í flugvélina væri líkt og að labba inn í íshelli. Flugvélin er því útbúin LED-lýsingu að innan í bláum tónum sem hreyfast á dáleiðandi hátt. Það myndast því mjög sérstök stemmning innan í henni. Einnig er að finna ýmsa fróðleiksmola um Vatnajökul hér og þar innan í vélinni.

Að stíga inn í vélina á að vera eins og ...
Að stíga inn í vélina á að vera eins og að stíga inn í íshelli.

Finnst þér skipta máli að farartæki eins og flugvélar búi yfir ákveðinni fagurfræði?

Að útbúa vél líkt og þessa kostar mikla vinnu og sýnir staðfestu Icelandair til að auka upplifun farþega sinna. Þetta er ekki einungis farartæki heldur hluti af heildarupplifuninni. Mér finnst þetta viðhorf æðislegt og ég hugsa að það séu fá flugfélög úti í heimi sem myndu leika þetta eftir. Maður sér líka á viðbrögðum fólks að það kann virkilega vel að meta þetta uppátæki. Það er strax kominn langur biðlisti til þess að fá að fljúga með vélinni og ég get sjálfur ekki beðið eftir að fá að sitja um borð í henni.  

Myndbandið hér að neðan gefur innsýn í vinnuna. 

mbl.is

Stelpuherbergi þurfa alls ekki að vera bleik

09:00 Anna Kristín Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Reynar Ottósson, hafa komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Hlíðunum.  Meira »

Náðu góðum myndum á Instagram í fríinu

06:00 Carlotta Khol, fyrirsæta og Instagram-drottning, gefur þeim sem vilja ná flottum Instagram-myndum í sumarfríinu góð ráð. Hún undirbýr sig mikið til þess að ná góðum myndum fyrir Instagram og segir mikilvægt að laga þær til. Meira »

Þykir konan ófríðari eftir framhjáhaldið

Í gær, 23:59 „Ég og konan mín erum að reyna að púsla lífinu okkar aftur saman eftir að hún átti í skammvinnu, en blessunarlega séð, kynlífslausu framhjáhaldi. Áður en ég komst að framhjáhaldinu hafði mér fundist konan mín verða fegurri með hverjum deginum, en ég laðast ekki lengur að henni með sama hætti.“ Meira »

„Ég get ekki séð mig giftast henni“

Í gær, 21:00 „Kærastan mín er frábær í rúminu, yndisleg og skemmtileg manneskja – en ég get ekki séð mig giftast henni. Á ég að hætta með henni?“ Meira »

8 hlutir sem hamingjusöm pör gera fyrir háttinn

Í gær, 18:00 Snjalltæki eru miklir tímaþjófar. Farsælla er að nota tímann í gott spjall, eða sýna umhyggju sína með öðrum hætti, í stað þess að hanga í símanum. Sum pör hafa því brugðið á það ráð að banna símahangs á kvöldin, eða hafa sammælst um að gera svefnherbergið að símalausu svæði. Meira »

Garðurinn er framlenging á stofunni

Í gær, 15:00 Heimsins frægustu hönnuðir eru farnir að bjóða upp á garðhúsgögn sem eru bæði falleg og þægileg. Aukahlutir eins og luktir og púðar fullkomna huggulegheitin. Meira »

Er þetta til í öllum fataskápum?

í gær Rifnar gallabuxur, hvítir strigaskór og hettupeysa er eitthvað sem margar íslenskar konur eiga. Tíska getur verið fjölbreytt en hún getur líka verið afskaplega einsleit hér á fróni þrátt fyrir að fólk sé duglegt að bregða sér til útlanda og koma heim með allt of þunga tösku. Meira »

Geta boðið 4,5 karata demant á betra verði

Í gær, 12:00 Í Costco fæst 4,5 karata demantshringur úr platínu. Verðið á hringnum er rétt undir 18 milljónum króna. Er það dýrt eða ódýrt fyrir slíkan dýrgrip? Ég hafði samband við Pál Sveinsson gullsmið hjá Jóni og Óskari og spurði hann út í verðið. Meira »

Ertu búin að fá þér húðlitaða lakkskó?

í gær Sérfræðingar í klæðaburði segja að það sé nauðsynlegt að eiga allavega eitt par af húðlituðum skóm, helst lakkskóm. Í versluninni MAIA á Laugavegi og í Kringlunni fást flugfreyjuskórnir vinsælu en þeir henta fyrir breiðan aldurshóp. Meira »

Svona veistu hvort hann sé skotinn í þér

í fyrradag Segir þú brandara og hin manneskja hlær og finnst þú vera fyndin? Ef svo er er líklegt að manneskja laðist að þér. Þetta er fljótleg leið til að komast að því hvort fólk sé hrifið af manni eða ekki. Samkvæmt rannsóknum virkar hún líka. Meira »

Kjólaveisla á rauða dreglinum í Cannes

í fyrradag Stjörnurnar keppast um að mæta í flottasta dressinu á rauða dregilinn í Cannes þessa dagana. Á meðan sumar velja að fara í fallega og elegant kjóla taka aðrar áhættu og mæta í stuttum og flegnum kjólum. Meira »

18 milljóna demantshringur í Costco

í fyrradag Ætlar þú að biðja unnustu þinnar á næstunni og vantar hring? Ef þig langar til að vera mesti greifi landsins þá er Smartland búið að finna rétta hringinn. Það er að segja ef þú átt 18 milljónir á lausu. Meira »

„Einmanaleikinn er að buga mig“

í fyrradag Íslenskur maður um þrítugt berst við mikla höfnun sem kallar á mikinn einmanaleika. Hvað er til ráða?   Meira »

Kjarneplið skráð fyrir 100 milljóna eign

26.5. Kjarneplið ehf. sem stofnað var af Sturlu Míó Þórissyni er skráð fyrir húseigninni Sólvallagötu 16, sem stendur við hlið 459 fm einbýlis Andra Más Ingólfssonar. Meira »

Þóra og Melania báðar í svörtu

í fyrradag Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, og Melania Trump voru báðar svartklæddar á fundi í Brussel.   Meira »

Sex hlutir sem gerast ef þú sefur ekki nóg

26.5. Svefn er lífsnauðsynlegur og hefur áhrif á ótrúlega margt í líkamsstarfseminni. Margir halda að það sé allt í lagi að sofa bara sex klukkutíma en bara það að sofa minna en sjö tíma getur til dæmis aukið líkur á offitu. Meira »