Hlakkar til að fá að setjast um borð

Snorri Eldjárn Snorrason sá um yfirhönnun á Vatnajökulsflugvél Icelandair.
Snorri Eldjárn Snorrason sá um yfirhönnun á Vatnajökulsflugvél Icelandair.

Í tilefni af 80 ára afmæli Icelandair ákvað fyrirtækið að heilmerkja flugvél með mynd af Vatnajökli. Snorri Eldjárn Snorrason, listrænn stjórnandi Icelandair á Íslensku auglýsingastofunni, hafði yfirumsjón með hönnuninni. Hann segir það ekki létt verk að koma jökli fyrir á flugvél. 

Hvernig fer maður að því að koma Vatnajökli fyrir á flugvél? 

Það er dálítið snúið að láta eina mynd tákna jafn stórt svæði og Vatnajökull er. Ég vildi að myndin myndi innihalda bæði skriðjökul, fjöll og ísbreiðu. Eftir að hafa skoðað þúsundir mynda af Vatnajökulssvæðinu endaði ég með að vinna mynd af Vatnajökli frá sjónarhóli Svínafellsjökuls. Búkur flugvélarinnar er margfalt breiðari en hefðbundin ljósmynd þannig að það þarf að fikta svolítið í hlutföllum myndarinnar þannig að hún passi inn í form flugvélarinnar og falli vel að merkingum hennar. Þema flugvélarinnar leyfði mér svo að halda mig við ákveðna bláa tóna sem einkenna Icelandair og passa vel við „staðlaðar“ merkingar flugvélarinnar svo sem gulan hreyfil og kóngablátt stélið. Þegar hönnunin er tilbúin og samþykkt þá eru svokölluð Pantone-litgildi ákveðin, en það er kerfi staðlaðra lita. 12 pantone litir voru notaðir við gerð þessarar flugvélar og var þeim blandað saman til að fá róf ólíkra lita. Þegar hingað var komið tók Air Livery, fyrirtæki sem sérhæfir sig í merkingum flugvéla, við.

Það var mikið verk að koma Vatnajökli á eina flugvél.
Það var mikið verk að koma Vatnajökli á eina flugvél.

Hvað tók þetta langan tíma og hvað komu margir að verkinu?

Flugvélin var sprautumáluð í Norwich á Englandi. Teymi þýskra „airbrush“-listamanna, sem einnig gerðu Heklu Auroru, vann verkið. Í heild tók merking vélarinnar 21 dag – eða um 2.500 vinnuklukkustundir og voru 25 manns sem komu að því verki. Það var magnað að fá að fylgjast með því ferli því þessir listamenn voru svo ótrúlega færir.  

Að mörgu þurfti að huga og fjölmargir komu að verkinu.
Að mörgu þurfti að huga og fjölmargir komu að verkinu.

Hvað er það flóknasta við þetta verkefni?

Flóknasti hluti verkefnisins snýr að tæknilegu hliðinni. Það er gríðarmikið regluverk sem fylgir merkingum flugvéla. Starfsfólk í hönnunarteymi DOA (Design Organizational Approval) vann baki brotnu við að ná öllum leyfum í gegn og vinna þetta náið með Air Livery svo allt gæti gengið vel eftir. Til að mynda var starfsmaður DOA, Sigurður Ingi Ljótsson, til staðar meiri hluta tímans í flugskýlinu í Norwich til að passa að allt yrði framkvæmt samkvæmt hæstu gæðakröfum.   

Hvernig er hönnunin inni í vélinni?

Við vildum að þema flugvélarinnar væri gegnheilt og myndi smita í alla þætti hennar. Hugmyndin var að það að stíga um borð í flugvélina væri líkt og að labba inn í íshelli. Flugvélin er því útbúin LED-lýsingu að innan í bláum tónum sem hreyfast á dáleiðandi hátt. Það myndast því mjög sérstök stemmning innan í henni. Einnig er að finna ýmsa fróðleiksmola um Vatnajökul hér og þar innan í vélinni.

Að stíga inn í vélina á að vera eins og ...
Að stíga inn í vélina á að vera eins og að stíga inn í íshelli.

Finnst þér skipta máli að farartæki eins og flugvélar búi yfir ákveðinni fagurfræði?

Að útbúa vél líkt og þessa kostar mikla vinnu og sýnir staðfestu Icelandair til að auka upplifun farþega sinna. Þetta er ekki einungis farartæki heldur hluti af heildarupplifuninni. Mér finnst þetta viðhorf æðislegt og ég hugsa að það séu fá flugfélög úti í heimi sem myndu leika þetta eftir. Maður sér líka á viðbrögðum fólks að það kann virkilega vel að meta þetta uppátæki. Það er strax kominn langur biðlisti til þess að fá að fljúga með vélinni og ég get sjálfur ekki beðið eftir að fá að sitja um borð í henni.  

Myndbandið hér að neðan gefur innsýn í vinnuna. 

mbl.is

Hlýlegt og huggulegt í Barmahlíð

Í gær, 22:00 Við Barmahlíð í Reykjavík stendur reisulegt hús, en þar er finna afar huggulega fjögurra herbergja íbúð. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, eldhúsið var tekið í gegn árið 2012 en þar er að finna gegnheila eikarinnréttingu. Þá setja fallegar grænbláar flísar skemmtilegan svip á baðherbergið. Meira »

Þetta gerist ef þú heldur áfram í sykurleysi

Í gær, 19:00 „Það að hætta í sykri mun jafna orkuna hjá þér. Það hætta að vera hæðir og lægðir og þú ættir að upplifa jafnari og mun meiri orku. Þú vaknar ferskari, sefur mögulega betur og hvílist þar með betur og það skilar sér í mörgu sem þú þarft að takast á við yfir daginn í vinnu, skóla eða heima fyrir.“ Meira »

Heillandi lína Evu Einarsdóttur

Í gær, 17:34 Eva Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, sýndi sína fjórðu línu fyrir fyrirtækið. Línan í ár nefnist Skugga-Sveinn og var hún sýnd fyrir troðfullu Héðinshúsi. Meira »

Í 20 þúsund króna kjól á fyrsta opinbera viðburðinum

Í gær, 14:34 Harry Bretaprins og Meghan Markle brugðu undir sig betri fætinum á dögunum þegar þau skelltu sér saman opnunarhátíð Invictus-leikanna í Toronto. Leikkonan var að sjálfsögðu óaðfinnanlega til höfð. Meira »

Er sambandið þitt í hættu?

Í gær, 12:19 Oft verða smáatriði að stórmálum þegar sambandið er komið á þetta stig og ástaratlotin minnka smám saman eða hverfa að mestu eða öllu úr sambandinu. Meira »

Dásamleg frumsýning

Í gær, 09:03 Stykkið Óvinur fólksins var frumsýnt á föstudaginn á stóra sviði Þjóðleikhússins. Margmenni var á frumsýningunni en verkið er eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð. Una Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu. Meira »

Lærðu að þekkja dulnefni sykurs

í fyrradag „Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa.“ Meira »

Next með „stórar stærðir“ í barnadeildinni

Í gær, 06:00 Það er ekki óalgengt að fataverslanir fyrir fullorðna bjóði upp á stærri stærðir, það er hins vegar ekki jafnalgengt að barnafatadeildir bjóði upp á stórar stærðir. Meira »

Heiðrún og Hjörvar eiga von á barni

í fyrradag Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Hjörvar Hafliðason eiga von á barni. Hún er komin 20 vikur á leið. Parið tilkynnti um óléttuna á Instragram. Meira »

Ertu að koma í veg fyrir svitalyktina rétt?

í fyrradag Það er fastur liður hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði áður en farið er út úr húsi á morgnana. Það er tóm vitleysa ef notaður er svitalyktareyðir sem vinnur að því að koma í veg fyrir svita. Meira »

Nauðsynlegt að vera með mottur á gólfum

í fyrradag Mottur hafa gengið í endurnýjun lífdaga síðustu árin. Nú þykir fólk ekki vera með á nótunum ef það er ekki með mottur í stofunni, eldhúsinu eða jafnvel á baðherberginu. Meira »

Með fjársjóð af mögnuðum fæðingarsögum

í fyrradag Auður Bjarnadóttir hefur kennt meðgöngujóga í heil 17 ár, en sjálf kynntist hún því þegar hún gekk með yngsta son sinn. Auður hafði þá nýlokið jógakennaranámi og var búsett í Bandaríkjunum. Meira »

Æfir sex daga vikunnar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, segir að það skipti hana miklu máli að vera í góðu formi. Hún æfir sex daga vikunnar og gætir þess vel að hafa aldrei nammidaga marga daga í röð. Meira »

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

23.9. Konur sem vilja eignast gáfuð börn þurfa ekki endilega að bíða eftir skarpasta hnífnum í skúffunni.   Meira »

Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

23.9. „Í fimm ár höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega.“ Meira »

Borðaði af sér 50 kíló

23.9. „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »

Kokkur Miröndu Kerr segir frá

í fyrradag Þó svo að Miranda Kerra reyni að halda sig í hollustunni finnst henni gott að fá sér súkkulaðiköku af og til.   Meira »

Erfitt að vera í opnu sambandi

23.9. „Maki minn hefur fengið aukinn áhuga á fjölkvæni og mér finnst það spennandi. Þegar hún stundar kynlíf með einhverjum öðrum finnst mér það oft mjög sérstakt og ástríkt þegar við erum saman aftur.“ Meira »

Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

23.9. Þú ættir ef til vill að hugsa þig tvisvar um áður en þú kaupir sérhönnuð barnahúsgögn eða heilt sófasett.   Meira »

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

23.9. Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »