Gömul IKEA-húsgögn boðin upp

Sveppastólarnir komu á markað stuttu eftir að IKEA opnaði. Nú …
Sveppastólarnir komu á markað stuttu eftir að IKEA opnaði. Nú er barist um þá á uppboðum. skjáskot/Daily Mail

IKEA er þekkt fyrir að framleiða vörur á viðráðanlegu verði og er eflaust hægt að finna vörur frá IKEA inni á flestum heimilum óháð efnahag.  En það er alveg ljóst að það hafa ekki allir efni á að kaupa gamlar IKEA-vörur sem eru boðnar upp á uppboðum. 

Samkvæmt Daily Mail er slegist um gamlar IKEA-vörur og má segja að fjöldaframleiðslufyrirtækið sé nú orðið gífurlega eftirsóttur hönnunarframleiðandi. Fólk hefur verið að greiða um fimm milljónir fyrir húsgagn frá sænska framleiðandanum. 

Þetta gamla Bergslagen-borð er metið á 300 þúsund krónur.
Þetta gamla Bergslagen-borð er metið á 300 þúsund krónur. skjáskot/Daily Mail

Mikið af þeim gömlu húsgögnunum sem er verið að bjóða upp eru vörur sem gengu ekki sérstaklega vel þegar þær komu fyrst á markað. Sófar og hægindastólar síðan um 1950 kosta nú tíu sinnum meira en þegar þeir voru í búðum. 

Fólk ætti kannski að fara að athuga hvort það leynist ekki einhverjir gamlir IKEA-gimsteinar í geymslunum.

Þessar hillur eru metnar á næstum því 400 þúsund krónur.
Þessar hillur eru metnar á næstum því 400 þúsund krónur. skjáskot/Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál