Eru öll íslensk heimili að verða eins?

Íslensk heimili eru oft á tíðum fremur einsleit.
Íslensk heimili eru oft á tíðum fremur einsleit. samsett mynd

Íslendingar eru hjarðdýr, ástæðan er óljós en mögulega hefur það eitthvað með einangrunina og smæð þjóðarinnar að gera. Einu sinni voru fótanuddtæki og lazyboy-stólar inni á öllum heimilum en það hefur breyst. Nú er hægt að finna Eames-stóla og Kay Bojesen-apa á öðru hverju heimili. 

Svo virðist sem innanhúshönnun sé vinsælasta áhugamál Íslendinga um þessar mundir. Sjónvarpsþættir og tímarit um falleg heimili hafa aldrei verið vinsælli eða að minnsta kosti ekki síðan Vala Matt leit inn á heimili fólks á Skjá einum.

Smartland tók saman lista yfir þá hluti sem eru hve vinsælastir, að minnsta kosti ef tekið er mið af fjölmiðlum, bloggum og Instagram. 

Eames-stólar

Svo virðist sem ekkert annað gangi í eldhúsinu eða við borðstofuborðið en klassískir Eames-stóla. Ef fólk borðar ekki kvöldmatinn sitjandi á Eames-stól er mjög líklegt að það sitji í eftirlíkingu af stólnum. 

Eames stólarnir eru heitustu stólarnir í dag.
Eames stólarnir eru heitustu stólarnir í dag. skjáskot/Penninn

Arne Jacobsen-stafabollar 

Stafabollar frá Arne Jacobsen eru til á mörgum heimilum. Hversu mikið er drukkið úr þeim er ekki vitað en eitt er víst að þeir líta vel út uppi í hillu og myndast vel. Auk bollanna eru stafir almennt vinsælir. Stórir stafir sem mynda orð eins og HOME eða LOVE eru ekki óalgeng sjón. 

Stafabollarnir eru oft hafðir upp á punkt.
Stafabollarnir eru oft hafðir upp á punkt. ljósmynd/Pinterest

Plöntur

Fyrir nokkrum misserum komust plöntur aftur í tísku. Nú er enginn maður með mönnum nema hann sé með að minnsta kosti þrjá þykkblöðunga í stofunni hjá sér. 

Plöntur lífga upp á íslensk heimili.
Plöntur lífga upp á íslensk heimili. skjáskot/Pinterest

Gæra

Gærur eru vinsælar til að gera svart hvít íslensk heimili aðeins hlýlegri og ekki er óalgengt að sjá eina slíka á Eames-ruggustól. 

Gærur eru vinsælar á íslenskum heimilum.
Gærur eru vinsælar á íslenskum heimilum. skjáskot/Pinterest

Pov-kertastjakinn

Allt í einu áttu allir hluti í geómatrískum formum. Pov-kertastjakinn hangir uppi á vegg hjá mjög mörgum. Margir eiga fleiri en einn og raða þeim upp saman. 

Pov kertastjakinn hangir uppi á vegg á mörgum heimilum.
Pov kertastjakinn hangir uppi á vegg á mörgum heimilum. skjáskot/Pinterest

String-hillur

String hillurnar eru klassískar og einfaldar og því ef til vill ekki skrítið þegar þær sjást nánast í hverju einasta Hús og híbýli blaði. Litlu String-hillurnar eru oft notaðar til þess að koma fyrir litlum puntmunum. 

String hillurnar eru sniðugar, einfaldar og mjög vinsælar.
String hillurnar eru sniðugar, einfaldar og mjög vinsælar. skjáskot/Pinterest

Kay Bojesen-apinn

Þessi litli api eftir danska hönnuðinn Kay Bojesen sést iðulega hangandi á einni String-hillu. Falleg vara sem líklega margir hafa fengið í afmælis- eða útskriftargjöf. 

Margir Íslendingar eiga einn lítið sætt apaskott.
Margir Íslendingar eiga einn lítið sætt apaskott. skjáskot/Pinterest

Iittala, Iittala og aftur Iittala

Á síðustu árum hefur verið finnsk innrás inn á íslensk heimili. Margir eiga vínglös og skálar frá finnska merkinu en það er eflaust hægt að finna að minnsta kosti einn kertastjaka frá Iitalla á öllum heimilum. 

Iittala fæst í mörgum verslunum á íslandi og því kemur …
Iittala fæst í mörgum verslunum á íslandi og því kemur kannski ekki á óvart að margir eiga muni frá merkinu. skjáskot/Pinterest

Plaggöt

Póstnúmera plaggötin frá Reykjavík Posters hafa verið gífurlega vinsæl. En önnur grafísk plaggöt í anda Andy Warhol virðast líka fá að prýða veggi íslenskra heimila. 

Vinsælt er að ramma inn plaggöt og hengja upp á …
Vinsælt er að ramma inn plaggöt og hengja upp á vegg. Ljósmynd/Reykjavik Posters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál