Íslendingar hanna draumahús í Kaliforníu

Ljósmynd/Art Gray

Hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Min­arc, sem er í eigu Íslend­ing­anna Erlu Dagg­ar Ingj­alds­dótt­ur og Tryggva Þor­steins­son­ar, hannaði þetta dá­sam­lega einingahús í Culver City í Kaliforníu. Umfjöllun um húsið birtist í Dwell magazine.

Hjón­in Erla og Tryggvi, sem hafa verið bú­sett í Los Ang­eles í yfir 20 ár, sér­hæfa sig í hönn­un á vist­væn­um einingahús­um. 

Erla og Tryggvi þróuðu vistvæna byggingartækni til þess að byggja einingahúsin sem ber heitið mnmMOD. Tæknin virkar þannig að hús­in koma í flatri pakkn­ingu sem er svo létt að hvorki þarf vinnu­vél­ar né krana til að koma þeim sam­an held­ur eru þau flutt á vöru­bíl­um og síðan skrúfuð sam­an. Einingarnar eru aðeins unnar úr endurunnum og vistvænum efnum.   

Hjón­in hafa hlotið mörg hönn­un­ar­verðlaun fyr­ir verk sín en þau hönnuðu Ion-hót­elið á Nesjavöll­um og ION City sem var opnað á Laugaveginum um miðjan maí. Þau hanna ekki bara heilu hús­eign­irn­ar held­ur líka hús­gögn, ljós og annað sem prýða má heim­ilið.

Ljósmynd/ Art Gray
Ljósmynd/ Art Gray
Ljósmynd/ Art Gray
Ljósmynd/ Art Gray
Ljósmynd/ Art Gray
Lampi frá Ameico prýðir hjónaherbergið.
Lampi frá Ameico prýðir hjónaherbergið. Ljósmynd/ Art Gray
Ljósmynd/ Art Gray
Ljósmynd/ Art Gray
Ljósmynd/ Art Gray
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál