Einstæð móðir í húsnæðiskrísu er með plan

Hrefna Lind ætlar að reyna hópfjármagna íbúðina sína.
Hrefna Lind ætlar að reyna hópfjármagna íbúðina sína.

Hrefna Lind Lárusdóttir stendur í þeirri erfiðu stöðu að vera nýfráskilin einstæð móðir og ræður ekki við það að borga fyrrverandi eiginmann sinn út úr íbúðinni sem þau keyptu sér fyrir nokkrum árum. Hrefna sem stundar framhaldsnám við Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands hefur tekið til þess ráðs að safna fyrir íbúðinni á Korolinafund og bjóða fólki upp á upplifanir á móti peningastyrk.

Ástæða þess að Hrefna fór þessa leið er sú að hún er listakona og vildi prófa að nýta það sem hún kann best, sem er að fá hugmyndir og framkvæma þær, til þess að safna fyrir íbúðinni auk þess sem húsnæðismarkaðurinn er henni afar hugleikinn í allri listsköpun þessa dagana. 

Hrefna Lind býr í Vesturbænum ásamt syni sínum.
Hrefna Lind býr í Vesturbænum ásamt syni sínum.

„Þetta er alveg yndisleg íbúð og strákurinn okkar var að byrja í Vesturbæjarskóla og honum líður rosalega vel hérna. En nú er komið að því að við þurfum að selja íbúðina vegna skilnaðarins, ég vil halda henni og sleppa við leigumarkaðinn sem er mun erfiðari en ég einhvern veginn veit ekki hvað ég get gert af því það er mjög erfitt að fá greiðslumat,“ segir Hrefna sem sér ekki alveg fyrir sér hvernig framhaldið verður.

Á meðal þess sem hægt er að upplifa hjá Hrefnu er Tekíla-hugleiðsla en Hrefna sem er menntaður jógakennari hefur nú þegar tekið á móti nokkrum steggjahópum þar sem hún býður upp á Tekíla, lime og salt og leiðir fólk í gegnum hugleiðslu. Hrefna lýsir hugleiðslunni sem djammi í núvitund. „Ég er líka að bjóða fólki að koma í kaffi til mín og spjalla bara um daginn og veginn við mig og svo er ég að fara að gefa út plötu, allt þetta er hægt að kaupa á Karolínafund á góðu verði“ segir Hrefna.

Hægt er að koma í kaffi og spjall til Hrefnu …
Hægt er að koma í kaffi og spjall til Hrefnu Lindar.

Hrefna hefur verið með leigjanda eftir að hún skildi og er meðal annars ein af upplifunum að horfa á tvo Netflix-þætti með Hrefnu og nýjasta meðleigjanda hennar. En Hrefna lýsir Stefáni meðleigjanda sínum sem mjög stuðningsríkum og hjálpsömum.

Markmið Hrefnu á Karolinafund er að safna 1,8 milljón svo hún geti borgað af húsinu á meðan hún býður fólki í allar þessar upplifanir ásamt útgáfu plötunnar. Peningurinn þannig brúar bilið hjá Hrefnu og getur þannig hjálpað henni að kaupa fyrrverandi manninn hennar út. Hrefna er mjög vongóð um að þetta sé hægt og spennt að sjá hvort þetta takist. Hún segist einnig hlakka mikið til að fá fólk í heimsókn að upplifa allar hugmyndirnar sem hafa búið innra með henni lengi. 

Hér er Hægt að styðja Hrefnu Lind á Karolinafund þar sem hægt er að horfa og hlusta á tónlistarmyndböndin hennar um húnsæðisvanda Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál