Fimm litir fyrir hamingjusamt heimili

Litir heimilisins geta skipt sköpum.
Litir heimilisins geta skipt sköpum. skjáskot/pinterest

Litirnir sem að við höfum í kringum okkur daglega geta haft gífurleg áhrif á andlega líðan okkar. Þess vegna er mikilvægt að hugsa vel út í liti heimilisins, en það eru þau rými sem að við eyðum sem mestum tíma.

Vefsíðan Elle Decor, ásamt innanhússhönnuðunum Lorna McAleer, tók saman þá fimm liti sem að vekja gleði og hamingju í fólki og eru þess vegna góðir á veggjum eða húsgögnum hvers heimilis fyrir vellíðan fjölskyldunnar. 

Gulur

Gulur er mest upplífgandi litur sem til er samkvæmt Mcalveer. 

„Gulur er vinalegur og hress og er litur sólskins og hamingju,“ sagði McAleer. „Gulur er einnig talin orsaka fjölgun serotónín-magn líkamans sem er boðefni sem veldur hamingju. Svo samkvæmt vísindum er gulur besti liturinn til þess að láta öllum líða vel.“ 

McAleer ráðleggur fólki að nota gula liti í svefn- og baðherbergjum en þar sem gulur getur verið áberandi segir hún að fólk þurfi að muna að hafa aðra liti líka til mótvægis – hún mælir með gráum. 

Grænn

Grænir litir eru afslappandi og mun veita þér mikla ánægju í lífið.

„Grænn minnir á náttúruna,“ útsýrir McAleer. „Mjúkir grænir tónar veita manni slökun sem að hjálpar okkur með einbeitinguna. Skærari grænir tónar eru örvandi og hjálpa manni að koma hlutum í gang.“

„Þegar þú ert með mikið af grænum lit á heimilinu getur það hjálpað þér að halda báðum fótum á jörðinni og tengjast við náttúruna,“ bætir hún við.

Blár

Blár er mjög friðsæll litur sem að er talinn hagnast bæði huganum og líkamanum.

„Blár táknar traust og þeir sem að velja bláa liti eru taldir sjálfsöruggir og áreiðanlegir,“ segir McAleer. „Fólk er oft afkastameira þegar það er í bláu herbergi því þau eru róleg og einbeitt. Bláir tónar eru bestir í baðherbergjum, skrifstofum og svefnherbergjum. Hann er líka fullkominn fyrir lítil herbergi.“

Mælt er með því að nota bláa tóna með hlýjum undirtónum svo að andrúmsloft herbergisins verði ekki of kalt. 

Bleikur

„Bleikur er litur þeirra góðu, gjafmildu og ástföngnu,“ segir McAleer. „Fölbleikur merkir hlýju og tilfinninganæmi. Hann er líka litur rómantíkar og munúðar.“

„Hins vegar merkir skærbleikur jákvætt viðhorf til lífsins þar sem hann er skemmtilegur og orkumikill. Bleikir litir eru best notaðir í stofum og borðstofum þar það er sem mikið líf of fjör.“

Fólk skal samt forðast að mála lítil herbergi bleik þar sem bleikur litur lætur rýmið virðast minna. Bleikir veggir eru bestir í rými þar sem það eru stórir gluggar og falleg lýsing. 

Rauður

Rauður er djarfur og sjálfsöruggur litur og rannsóknir hafa sýnt að rauður hraði hjartslátt og framkalli tilfinningar. Þess vegna er hann fullkominn fyrir heimilisfólk sem vill láta hlutina gerast.

„Rauður táknar jákvæðni, sjálfstraust og lífskraft,“ útskýrir McAleer. „Þegar veggir eru málaðir rauðir mun fólki finnast herbergið hlýtt, opið og ríkmannlegt, sem er sérstkalega gott yfir kalda vetrarmánuðina“

Hún bætir við að rauður geti samt oft verið mjög ákafur og þess vegna sé stundum gott að nota einhvers lags munstur með rauða litnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál