Miljarðavilla Trumps í Karíbahafinu

Ljósmynd/Sotherby´s

Donald Trump Bandaríkjaforseti á margar eignir úti um allan heim en nú er ein þessa eigna á sölu fyrir tæplega tvo milljarða íslenskra króna.

Eignarhaldsfélagið sem sér um eignir Trumps setti húsið fyrst á sölu fyrir tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en lækkaði verðið um milljarð eftir fjóra mánuði en það er í meira samræmi við hinar eignirnar sem eru til sölu í kring.

Fasteignin er með níu svefnherbergi og er hún á fallegri strandlengju Saint Martin-eyju í norðausturhluta Karíbahafseyja. Með húsinu fylgir upphituð sundlaug, líkamsræktarsalur og tennisvöllur. 

Húsið er alveg eins og maður myndi ímynda sér hús Donalds Trumps en marmari er upp með öllum veggjum og kristalsljósakrónur skreyta nærri öll herbergi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál