Leyndarmál frá IKEA-stílistum

Óþarfi er að hafa allt kaffistellið upp í hillu þegar …
Óþarfi er að hafa allt kaffistellið upp í hillu þegar kannski fjórir bollar duga. skjáskot/Pinterest

IKEA er þekkt fyrir sniðugar lausnir í litlum rýmum, hver kannast ekki til dæmis við 35 fermetra íbúðirnar sem virka eins og 100 fermetrar? Í Bandaríkjunum er hægt að fá IKEA stílista heim til sín til þess að ráðleggja sér.

Mydomaine spurði stílistana út í galdurinn á bakvið opnar hillur í eldhúsum. En hillur í stað efri skápa hefur verið mjög vinsælar í eldhúsum síðustu misserin. Hinsvegar getur það verið erfitt að koma öllu fyrir og halda skipulaginu þegar eldhúsið er lítið, enda ekki hægt að fela draslið með því að loka skápum. 

IKEA hönnuðurinn Steph Recupero ráðleggur fólki í þessu tilviki að fara yfir hversu mikið af hlutum það notar og þarf að hafa uppi við. En hillur geta auðveldlega orðið óskipulagðar. 

Það er einnig mikilvægt að velja litaþema strax í byrjun. „Til þess að búa til útlit sem er hreint og róandi, veldu liti og efni sem passa saman,“ segir Anthony Bell félagi Recupero. „Hvort sem það er allt í hvítu eða blandað saman tveimur efnum eins og metal og við, finnið ykkar stíl og verið samkvæm sjálfum ykkur.“

Að lokum mælir þriðji hönnuðurinn Whitney Hutchinson með því að fólk bæti einhverju persónulegu við. 

Skemmtilegt er að bæta einhverju persónulegu við eins og plöntum.
Skemmtilegt er að bæta einhverju persónulegu við eins og plöntum. skjáskot/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál