Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

Bartrillur virka bara ef það er snyrtilega raðað á þær …
Bartrillur virka bara ef það er snyrtilega raðað á þær og henni haldið hreinni. skjáskot/Pinterest

Þrátt fyrir að það geti verið viturlegt að fjárfesta í góðum og vönduðum húsgögnum mæla hönnuðir með að kaupa sumt notað eða einfaldlega sleppa. Elle Decor fékk álit nokkurra hönnuða. 

Bartrillur

Lindsay Pennington segir að bartrillur með víni geta verið fínasta stofuprýði sé það gert vel. Hins vegar safni þetta oft bæði drasli og ryki. 

Svefnherbergissett

Caitlin Murrey mælir ekki með því að kaupa náttborð og aðra hluti í svefnherbergið í stíl við rúmið. Það sé skemmtilegra að finna eitthvað notað og blanda saman. 

Svefnherbergissett eru ekki málið í dag.
Svefnherbergissett eru ekki málið í dag. mbl.is/Thinkstockphotos

Fjöldaframleiddir hlutir

CeCe Barfield mælir með gömlum húsgögnum með sál. Hún segir einnig að fólk ætti að líta á húsgagnakaup sem fjárfestingu. 

Sófasett

Mark Riddle viðurkennir að þó svo að það sé einfalt og þægilegt að kaupa sófasett kemur það hins vegar mun betur út að sýna smá persónulegan stíl með því að velja sófastóla við sófann sjálfur. 

Glerborð

Alison David vill meina að glerborð geri lítið fyrir rými auk þess að þau geta verið hættuleg. Til þess að létta á rýminu mælir hún frekar með því að nota spegla og metal-hluti. 

Barnahúsgögn

Ray Wheeler mælir ekki með því að fólk kaupi sérhönnuð barnahúsgöng. Það sé kannski sætt þegar barnið er sex ára en nokkrum árum seinna þykir það ekki lengur smart. 

Það getur verið viturlegt að passa að barnið geti notað …
Það getur verið viturlegt að passa að barnið geti notað húsgögnin þegar það er orðið 14 ára ekki bara þegar það er fimm ára. mbl.is/Thinkstockphotos

Stórir háir skenkir

Cheryl Eisen mæli ekki með gamaldags háum borðstofuskenkjum nema í þeim húsum þar sem að plássið er nóg. 

Risastór húsgögn

Sarah Fishburne segir að stór húsgögn þyki ekki lengur smart. Fólk ætti frekar að velja litla sófa, stóla og hliðarborð. 

Lítil húsgöng eru inn í dag.
Lítil húsgöng eru inn í dag. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál