Stofan lítur út fyrir að vera tvöfalt dýrari

Bláa pullan og teppið gera heilmikið fyrir þessa stofu.
Bláa pullan og teppið gera heilmikið fyrir þessa stofu. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir einbeita sér að því að gera upp eldhúsið og baðherbergið á meðan stofan fær oft að standa óbreytt með gamla sófanum og stofuborðinu. Stofan er hins vegar oftar en ekki það fyrsta sem fólk tekur eftir heima hjá öðrum. Nokkur trix sem kosta lítið geta látið venjulega stofu líta út fyrir að vera lúxusstofa. 

Listaverk

Stórt listaverk á stofuveggnum getur gert heilmikið fyrir venjulega stofu. Listaverkið kemur með smá lúxusstemmningu í stofuna. 

Einfaldleiki

Of mikið af húsgögnum og smáhlutum geta gert stofuna draslaralega og óskipulagða. Auðveldlega er hægt að gera stofuna smart með því að fækka húsgögnum og draga fram hluti sem virkilega skipta heimilisfólki máli. 

Sjónvarp

Sjónvarp getur verið ómissandi í stofuna en er sjaldan mikil stofuprýði. Það getur því gert heilmikið fyrir útlit stofunnar að fela sjónvarpið. Það þarf ekki endilega að fela það inni í skáp, það má líka raða listaverkum í kringum það þannig að sjónvarpið verði ekki að miðpunkti stofunnar. 

Textíll

Það er auðveldlega hægt að gera stofuna huggulega með því að bæta öðrum textíl við stofuna en því efni sem prýðir sófann. Með því að setja gamaldagsmottu og púða í sófann má gera stofuna sérstakari og persónulegri. Einnig er gaman að blanda saman viði, málmi og gleri. 

Skúlptúrískur hlutur

Það gerir heilmikið að hafa eitthvert húsgagn í stofunni sem hefur ekki kassalagað eða hringlaga form. Hlutur sem er öðruvísi í laginu getur borið af í stofunni eins og fallegt listaverk. 

Eitthvað gamalt

Það er fallegt að blanda saman gömlu og nýju og kemur í veg fyrir að stofan lítur út fyrir að hafa verið klippt út úr nýjasta IKEA-bæklingnum. Gamall spegill eða stóll geta poppað stofuna upp. 

Það getur verið sniðugt að reyna að draga úr sýnileika …
Það getur verið sniðugt að reyna að draga úr sýnileika sjónvarpsins í stofunni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál