Nútímalegt 90's í Hvassaleiti

mbl.is/Kristinn Magnússon

Svava Kristín Gretarsdóttir hefur á örskömmum tíma komið sér vel fyrir í rúmgóðri íbúð í Hvassaleitinu. Íbúðina keypti hún með fjölskyldu sinni, sem býr þó stærstan hluta ársins í Vestmannaeyjum. 

„Íbúðin sjálf er rúmir 130 m² og sex herbergja. Við erum með aukaherbergi í kjallaranum og svo er bílskúr og geymsla á neðstu hæð. Upphaflega voru fjögur svefnherbergi í íbúðinni, en við stækkuðum herbergið mitt og bjuggum til fataherbergi,“ segir Svava Kristín og bætir við að íbúðin hafi verið mikið hólfuð niður, enda húsið byggt árið 1960. Skipulagið heillaði fjölskylduna engu að síður, þótt nokkrir veggir hafi fengið að fjúka til að opna rýmið.

„Við vorum að leita að íbúð í Hvassaleiti því við viljum hvergi annars staðar vera. Við biðum því róleg þar til það losnaði íbúð í götunni. Við fengum síðan afhent í júní og vorum flutt inn þremur vikum síðar. Það skilur enginn hvernig við fórum að þessu en við skiptum um allt gólfefnið, brutum niður veggi og máluðum. Ég mæli ekki með því að fá íbúð afhenta 1. júní. Það var ekki hlaupið að því að fá iðnaðarmenn, enda voru allir í sumarfríi. Við þurftum því að gera allt sjálf.“

Það er harla óvenjulegt að ungt fólk kaupi sér eign með fjölskyldumeðlimum sínum, Svava segir þó að fjölskyldan sé samrýnd.

„Það var ekki gerlegt fyrir mig eina að kaupa svona íbúð. Hún er ansi stór og ég hef ekkert við allt þetta pláss að gera. Mamma og pabbi eiga sitt svefnherbergi hér, og bræður mínir einnig. Það er alltaf jafn gaman þegar við erum öll hérna, við erum mjög góðir vinir. Ég fæ síðan góða hvíld frá þeim inn á milli, sem er gott,“ bætir hún við og skellir upp úr. En hver fær þá að ráða þegar kemur að því að innrétta heimilið.

„Ég fæ að ráða. Mamma fær að segja hvað henni finnst og stundum tek ég það til greina,“ segir Svava Kristín létt í bragði. „Í íbúðinni sem við bjuggum í áður vildi ég fá að mála allt dökkt. Þeim fannst það mjög skrýtið og voru föst í því að mála aðeins einn vegg. Margir halda að það minnki rými að mála í dökkum litum, en það er bara ekki þannig. Ég fékk þetta loks í gegn og þegar við fluttum hingað stungu þau upp á því að við myndum mála í sömu litum,“ segir Svava sem bæði málaði veggi og loft íbúðarinnar í dökkum litum.

„Þetta er ótrúlega kósí. Ég sef miklu betur eftir að ég málaði svefnherbergið dökkt. Mér finnst allir hlutir, myndir og annað, einnig njóta sín betur við dökka veggi,“ segir Svava Kristín, sem viðurkennir að huga þurfi að lýsingunni í dökkum rýmum.

,,Góð lýsing skiptir höfuðmáli hjá mér, enda íbúðin það dökk að það verður ansi dimmt hérna seinnipartinn. Ég þarf því oftar að hafa kveikt ljós, sem skilar sér í aðeins hærri rafmagnsreikningi. Það sleppur þó. Góð lýsing er líka svo skemmtileg og gerir mikið fyrir íbúðina. Á sínum tíma velti ég því mikið fyrir mér hvort ég ætti að hafa einhverja hvíta veggi en er mjög sátt við að hafa gert þetta svona.“

Svava Kristín Gretarsdóttir
Svava Kristín Gretarsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar Svava Kristín er beðin að lýsa stílnum á heimilinu segir hún hann töluvert blandaðan, nútímalegan og ögn karlmannlegan í senn. Blaðamaður er þó á því að húsráðendur hafi sótt töluverðan innblástur til tíunda áratugarins, sem Svava þrætir ekki fyrir.

„Ég fylgi tískunni smá, annað er eiginlega óhjákvæmilegt. Í dag er þó eiginlega allt í tísku. Ég heillast mikið af styttum, en það er allt úti í flottum styttum heima hjá mömmu og pabba, sem hefur líklega eitthvað að segja. Það getur þó verið erfitt að finna stórar og flottar styttur í dag,“ segir Svava Kristín og bætir við að nytjamarkaðir hafi þó gjarnan gefið vel.

Í stofunni er að finna veglegan myndavegg sem setur sterkan svip á íbúðina. Svava hefur lengi safnað fallegum myndum, og því kom fátt annað til greina en að stilla þeim upp á viðhafnarstað. Sara Dögg Guðjónsdóttir, innanhússhönnuður og vinkona Svövu, kom svo með faglegar ábendingar þegar herlegheitunum var raðað saman.

„Ég nýt góðs af því að eiga vinkonu sem er fær innanhússhönnuður. Ég var búin að setja nokkrar myndir upp á vegg, en hún sagði að við þyrftum að bæta aðeins við. Eftir að við hækkuðum myndavegginn alla leið upp í loft virðist veggurinn mun stærri. Hillan á bak við sófann er líka mjög skemmtileg, en þar getur maður stillt upp myndum og kertum.“

Myndirnar eru allar svart-hvítar, auk þess sem myndefnið er keimlíkt. Glöggir ættu einnig að geta fundið ljósmynd af Svövu sjálfri á veggnum.

„Þegar við vorum að hengja myndirnar upp tók ég eftir því að það eru bara myndir af konum á veggnum. Ég hélt mig því við það. Það er mikil pæling á bak við vegginn, enda leynast mörg naglaför á bak við rammana,“ segir Svava Kristín og bætir við að það hafi verið töluvert bras að púsla myndunum saman. En skyldi hún luma á góðum ráðum fyrir þá sem eru með myndavegg í smíðum?

„Ekki vera einn. Það er ekki hægt. Maður þarf að hafa einhvern til að stilla upp myndunum. Mér finnst heldur ekki virka að gera pappamót eftir römmunum, því myndirnar sjálfar verða að tengjast. Það er langbest að horfa á vegginn úr svolítilli fjarlægð og meta þetta þannig. Svo byrjar maður einfaldlega á einni mynd og vinnur sig út frá henni,“ segir Svava Kristín að endingu.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon

Eignuðust dóttur á frumsýningardaginn

19:45 Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir eignuðust dóttur á föstudaginn. Mikael missti af frumsýningunni á Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu en hann er höfundur verksins ásamt Þorleifi Arnarsyni. Meira »

Færir fundi til að komast í crossfit

18:00 Ómar R. Valdimarsson lögmaður hugsar ákaflega vel um heilsuna en fyrir fjórum árum var hann 99,9 kg og ákvað að snúa vörn í sókn. Markmiðið var að vera í toppformi á fertugsafmælinu sem fram fór í síðasta mánuði. Meira »

Dýrasta hús í heimi

15:00 Villa Les Cèdres er stórglæsileg villa í Suður-Frakklandi sem hæfir kóngafólki. Húsið er getur orðið þeirra sem eiga 43 milljarða. Meira »

12 kg of þung en langar í fitusog

12:00 „Ég er með stoppaðan skjaldkirtil og á mjög erfitt með að losna við síðustu 12 kg. Er sniðugt að fara í fitusog fyrir svoleiðis manneskju? Og annað hvað kostar andlitslyfting? Svo er ég með annað vandamál því ég fór í brjóstaminnkun fyrir rúmum 30 árum og ég er með ljót ör og leiðinda hliðarpoka undir höndunum og á hliðunum, er hægt að laga það?“ Meira »

Lífið breyttist eftir sambandsslitin

09:00 Elva Dögg Sigurðardóttir tók lífstíl sinn í gegn eftir að hún hætti með barnsföður sínum. Hún skipuleggur sig vel og notar ekki tímaleysi sem afsökun fyrir því að borða óhollt og skrópa í ræktinni. Meira »

Rómantískt rússneskt heimili

06:00 Fylgjendur íslenska landsliðins í knattpyrnu eiga von á góðu ef leiguíbúðir í Rússlandi eru eitthvað í líkindum við þessa.   Meira »

Guðni mætti á Guð blessi Ísland

í gær Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Arnarsson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig ekki vanta. Meira »

Sendiherrahjónin gera allt vitlaust

Í gær, 23:20 Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason voru frumsýndar í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Verkið hreyfði við áhorfendum.   Meira »

Kínóa á húðina, ekki bara í magann

í gær Kínóa hefur ekki bara orðið vinsæl á matarborðum á undanförnum árum heldur er kínóa einnig að verða vinsæl húðvara.   Meira »

Kolvetni ekki alltaf vondi karlinn

í gær Margir reyna að skera niður kolvetnaneyslu í megrunarskyni. Þó svo að það sé ekki hollt að borða brauð og pasta í hvert mál fitnar fólk ekki mikið við það að borða gulrætur. Meira »

„Ég hafði prófað allan andskotann“

í gær Ragnheiður Kristjónsdóttir þekkir það vel af eigin raun að vera of þung. Í mörg ár burðaðist hún með allt of mörg aukakíló og var búin að reyna allt til þess að léttast. Meira »

Reynir að fara í ræktina klukkan sjö

í gær Sigríður Andersen lifir annasömu lífi og myndi vilja hafa örlítið meiri tíma til að lesa og prjóna. Hún mætir í ræktina klukkan sjö á morgnana. Meira »

Sleppir víni og japlar á kaffibaunum

í gær Victoria Beckham borðar kaffibaunir til þess að koma í veg fyrir áfengisneyslu og þar með timburmenni. Fatahönnuðurinn er þekktur fyrir meinhollan lífstíl. Meira »

Fékk nýtt eldhús fyrir 37.000 kr.

20.10. Sandra Gunnarsdóttir fékk nýtt eldhús með því að filma innréttinguna og mála eldhúsið bleikt. Útkoman er stórkostleg.   Meira »

Kauphegðunin er stundum aðeins of ýkt

20.10. Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri snyrtivöru og fatnaðar hjá Ölgerðinni og förðunarfræðingur, hefur heillandi fatastíl. Hún elskar hönnun Christopher Bailey fyrir Burberry en hún kaupir líka notuð föt ef hún er í þannig stuði. Meira »

Byrjar daginn á útihlaupum

20.10. Lilja Alfreðsdóttir tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin fara í skólann á morgnana.   Meira »

Emblurnar fögnuðu 10 ára afmæli

í fyrradag Emblurnar voru í miklu stuði á Hilton - Vox Club þegar hópurinn fagnaði 10 ára afmæli sínu.   Meira »

Hilfiger með línu fyrir fatlað fólk

20.10. Tommy Hilfiger segir línu sem er hönnuð með fólk með sérþarfir í huga vera þátt í því að gera tísku lýðræðislegri.   Meira »

Tóku út loðfeldi og tónuðu litina niður

20.10. Hulda Karlotta Kristjánsdóttir, hönnuður og gæðastjóri hjá ZO•ON, hóf störf hjá fyrirtækinu 2014 en hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún hóf feril sinn hjá Lazytown við gerð búninga og svo færði hún sig yfir til Nikita þar sem hún starfaði í níu ár. Hjá Nikita var hún meira að vinna í götutískunni en tók líka þátt í hönnun á brettafatnaði fyrirtækisins. Meira »

Of stórir skapabarmar – hvað er til ráða?

20.10. Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað sé til ráða vegna of stórra skapabarma og hvað hún sé lengi að jafna sig. Meira »