Þetta er Pantone litur 2018

Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur.  Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Útfjólublár þykir sterkt tengdur tónlist í gegnum Jimi Hendrix og Prince en einnig tækni og vísindum enda sé útfjólublátt ljós nýtt við rannsóknir hinna fjarlægustu vetrarbrauta. Hið ágæta fólk hjá Pantone les þó enn dýpri merkingu í þennan fallega lit.

„Við búum á tímum sem krefjast uppáfinningar og hugmyndaauðgi. Það er einmitt slík skapandi andagift sem er litnum PANTONE 18-3838 eðlislæg, bláleitur fjólublár sem lyftir vitund okkar og möguleikum á hærra plan. Frá könnun nýrrar tækni og himingeimsins til listrænnar tjáningar og andlegrar íhugunar, innsæi Útfjólablás lýsir leiðina sem framundan er,“ segir Leatrice Eiseman, forstöðumaður hjá Pantone. 

Daníel Imsland hönnunarstjóri Hype auglýsingastofu er spenntur fyrir valinu.

„Þetta er virkilega skemmtilegt val hjá þeim í ár og ljóst að fjólublár hefur verið þeim hugleikinn hjá Pantone á árinu en í ágúst tilkynntu þeir t.d. að listamaðurinn Prince sem lést í fyrra fengi sinn eigin fjólubláa lit „Love Symbol #2“. Útfjólublár er mun bjartari og meira lifandi en hefðbundinn fjólublár og fyrir mitt leyti er hann mun markaðsvænni en Pantone litir síðustu nokkurra ára.“ segir Daníel og bætir við:

„Fjólublár hefur almennt yfir sér lúxusbrag, þykir konunglegur og kvenlegur en er einnig sterkt tengdur við sköpunargáfu og hið andlega. Þessi útgáfa er klárlega meira spennandi og síður íhaldssöm en hinn klassíski fjólublái. Ég sé fyrir mér að við munum sjá töluvert af útfjólubláum á árinu.“

Daníel Imsland hönnunarstjóri Hype auglýsingastofu.
Daníel Imsland hönnunarstjóri Hype auglýsingastofu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál