Ís með lakkrísbragði sem slær í gegn

Ís með lakkrísdufti er hreinasta dásemd.
Ís með lakkrísdufti er hreinasta dásemd.

Sælgæti og ís með pipardufti hefur tröllriðið öllu að undanförnu og er þá ekki tilvalið að setja slíkt duft út í jólaísinn? Þetta svokallaða piparduft gefur ísnum skemmtilegt lakkrísbragð. Piparísinn er síðan hægt að bragðbæta með súkkulaðispænum eða ferskum berjum svo dæmi séu tekin. Þennan ís er lítið mál að útbúa og hann ætti að slá í gegn hjá öllum, sérstaklega ungu kynslóðinni. 

6 eggjarauður

1 bolli púðursykur

1 tsk. vanilludropar

½ l rjómi

2 matskeiðar Dracula

Pulver-lakkrísduft.

Eggjarauðurnar, púðursykurinn og vanilludroparnir eru þeytt vel saman. Þá er rjóminn þeyttur í annarri skál, þó ekki stífþeyttur. Eftir það er öllu blandað saman ásamt piparduftinu með sleif. Athugið að gott er að bæta duftinu smátt og smátt út í ísblönduna og smakka ísinn til og bæta við dufti eftir smekk. Að lokum er ísinn settur í form og inn í frysti.

Dracula piparduft.
Dracula piparduft.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál