c

Pistlar:

31. ágúst 2015 kl. 14:29

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Þarftu sterkar verkjatöflur? Hvernig væri að prófa hugleiðslupúðann?

cushions2Verkur í hálsi, vöðvabólga og spennuhausverkur eru afar algeng vandmál, sérstaklega meðal okkar stressuðu Vesturlandabúa. Nú merkja nokkrir sérfræðingar í heilbrigðisvísindum að í hugleiðslu sé líklega að finna lausn á vandanum.

Flestir hafa einhvern tímann glímt við vöðvabólgu og stífni í hálsi, spennu, hausverk og verki sem erfitt getur reynst að losna undan. Stundum eru verkirnir viðvarandi en stundum koma þeir og fara. Verkjatöflur hafa oft reynst illskásta skammtímalausnin gegn þessu óþolandi ástandi. Hitt er svo annað mál að líklegt er að langtímalausn á vandamálinu gæti legið á hugleiðslupúðanum.

Vísindarannsókn sem birt var fyrr á þessu ári í því merka riti The Journal of Pain komst einmitt að því að stærsta hluta lausnarinnar væri að finna í hugleiðslu. Með reglulegri hugleiðslu væri hægt að koma í veg fyrir síendurtekna eða króníska verki á þessu svæði. Vísindamennirnir komust að því að mikill meirihluti þátttakenda í rannsókninni sem þeir framkvæmdu - þátttakendur sem sannarlega þjáðust - fundu umtalsverðan mun á sér. Og ekki bara á verkjum í hálsi heldur líka tengdum verkjum (hausverk, vöðvabólgu) eftir aðeins átta vikna lotu jvoti hugleiðslu. Jyoti er hefðbundin indversk hugleiðslutækni sem felur í sér að endurtaka möntrur og beina athyglinni í þriðja augað.

Hvernig hugleiðsla dregur úr verkjum?

“Viðvarandi verkir eru æ oftar tengdir við streitu, og verkir í hálsi við streitu á háu stigi,” segir Andreas Michalsen, M.D., prófessor við Charité háskólann í Berlín og einn af rannsakendum málsins.
Michaelsen getur sér þess til í tengslum við rannsóknina að allskyns tegundir af hugleiðslu dugi til að draga úr samskonar verkjum. En hvernig? Jyoti og nútvitundarhugleiðsla hafa nefnilega áhrif á þann hluta heilans sem gefur frá sér merki um verki og kemur þeim boðum áfram eftir þar til gerðum taugabrautum. Hugleiðsla leysi upp þetta ferli.
“Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif hugleiðslan hefur á verkina, en við sáum ekki með hvaða hætti,” segir Michaelson og bætir við: “Mergur málsins er hugmyndin um “þjáninguna” sem afleiðingu verkja. Úr því dregur með iðkun jyoti hugleiðslu en ekki endilega rót vekjanna.”

Að breyta upplifun á verkjum?

“Ég hef séð nútvitundar hugleiðslu gagnast við allskonar sálfræðilegum og líkamlegum verkjum,” segir Sharon Salzberg höfundur bókarinnar Lovingkindness and Real Happiness at Work. Salzberg segir að fyrir það fyrsta þurfi að greina líkamlega verki frá hugrænum þjáningum, sem hanga á hugmyndum eins og “Þetta mun aldrei breytast.” “Enginn annar þjáist eins og ég”, “Ég er ein/n í heiminum”, “Þetta er allt mér að kenna”. Núvitundar hugleiðslutækni kenni fólki að vinda ofan af vafningi neikvæðra hugsanna og sleppa þeim frá sér. Um leið kenni núvitundaugleiðsla aðferð til að leysa upp verki í stað þess að um sé að ræða viðvarandi ástand sem tekur yfir hluta líkamans.

cushionsHvernig er best að nota hugleiðslu til að slá á verki?

Marie Chapman sem er sálfræðingur með áherslu á núvitundarfræðin, segir hugleiðslu geta dregið hvort sem er úr þrálátum líkamlegum og hugrænum verkjum, allt frá höfðuðverk til vöðvabólgu og frá mígreniverkjum til fyrirstíðaspennu. Ef til vill sé ekki hægt að komast að rótinni en það megi sannarlega draga úr þjáningunni. Chapman mælir með þessarri aðferð:

Taktu eftir verkjunum

Notaðu hugann til að finna verkinn, hvernig er tilfinningin og hvernig bregst líkaminn við verknum?

Vertu viðstödd/staddur

Hvettu sjálfa þig til að vera hér og nú. Byrjaðu á því að einbeita þér að önduninni. Þú getur ýmist andað djúpt niður í maga eða beint atyglinni að inn- og útöndun. Finndu hvernig líkaminn þinn tengist jörðinni og færðu svo athyglina upp eftir líkamanum, á hvern líkamspart fyrir sig.

Farðu alla leið

Skoaðu verkina, eins og þú sért að upplifa þá í fyrsta sinn. Settu alla þína athygli í verkina eins og þeir koma fyrir á þeirri stundu. Þarna skiptir núið mestu máli. Því meira sem þú verður forvitin um tilfinninguna, því minni áhyggjur hefur þú af verkjunum. Þ.e. þetta virkar nefnilega þannig að því minni áhyggjur sem þú hefur af “hvað ef” því minni verður þjáningin.

Æfðu þig reglulega
Hvaða form af hugleiðslu sem þú velur er mikilvægt að iðka reglulega. Með tíð og tíma kemstu í æfingu með að draga úr verkjunum. Þetta virkar nefnilega.

Heimildir:

The Journal of Pain: http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1526590014009961

Sjá líka greinina Hugleiðsla frá A-Ö um þær fjölmörgu tegundir af hugleiðslu sem til eru.

Ljósmyndirnar eru fengnar að láni af: www.huggermugger.com

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira