Björn Thors og Unnur Ösp á rauða dreglinum

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors sem leikur aðalhlutverkið í …
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors sem leikur aðalhlutverkið í myndinni.

Kvikmyndin París norðursins, var heimsfrumsýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Karlovy Vary í Tékklandi nýverið.

Leikarar myndarinnar voru að sjálfsögðu mættir á frumsýninguna í sínu fínasta pússi og léku á alls oddi eins og sjá má á myndunum. 

Leikstjóri myndarinnar Hafstein Gunnar Sigurðsson, sem einnig leikstýrði kvikmyndinni Á annan veg, keppir í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir um kristalshnöttinn. 

París norðursins segir frá Huga, sem Björn Thors leikur, sem hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Einn daginn fær hann símhringingu frá föður sínum, sem Helgi Björns leikur, sem boðar komu sína og er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.

Kvikmyndin var tekin upp á Flateyri sumarið 2013 og á hljómsveitin Prins Póló heiðurinn að tónlistinni í myndinni. 

Helgi Björns hoppaði af gleði á frumsýningunni.
Helgi Björns hoppaði af gleði á frumsýningunni.
Sindri Páll Kjartansson framleiðandi, Huldar Breiðfjörð handritshöfundur myndarinnar, Helgi Björnsson, …
Sindri Páll Kjartansson framleiðandi, Huldar Breiðfjörð handritshöfundur myndarinnar, Helgi Björnsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri og leikararnir Nanna Kristín Magnúsdóttir, Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
Helgi Björnsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri, Nanna Kristín Magnúsdóttir og …
Helgi Björnsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Björn Thors.
Sindri Páll Kjartansson framleiðandi, Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi og Elsa …
Sindri Páll Kjartansson framleiðandi, Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi og Elsa María Jakobsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál