„Við viljum hitta viðskiptavini okkar“

Karin Kristjana Hindborg er ein þeirra sem mun sýna og …
Karin Kristjana Hindborg er ein þeirra sem mun sýna og selja vörur sínar á Pop Up markaðinum á laugardaginn.

Á morgun, laugardag, verður Pop Up markaður haldinn á KEX Hosteli og þar verða sýndar og seldar vörur frá nokkrum skemmtilegum íslensku vefverslunum.

Þær vefverslanir sem verða á Pop Up markaðinum eru Andarunginn.is, Esja Dekor, nola.is, Petit.is og Snúran. Karin Kristjana Hindborg heldur úti vefversluninni nola.is, hún segir nauðsynlegt að halda viðburði á borð við Pop Up markaði reglulega. „Við erum auðvitað netverslanir og þess vegna er svo gott að geta haldið svona viðburði reglulega fyrir viðskiptavini okkar, þá getur fólk komið og skoðað vörurnar með eigin augum og handleikið þær. Við viljum hitta viðskiptavini okkar,“ segir förðunarfræðingurinn Karin.

„Við höfum gert þetta áður, við vorum með Pop Up markað í júní og það gekk alveg rosalega vel og við fengum ótal fyrirspurnir um hvort þetta yrði haldið aftur,“ útskýrir Karin sem hlakkar til að sjá sem flesta á morgun. „Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, svo sem snyrtivörur, barnafatnaður, íslenska og erlenda hönnun fyrir heimilið og barnaherbergið. Svo verðum við með poppvél á staðnum þannig að þetta verður bara stuð,“ segir Karin aðspurð að því hvað verði til sölu og sýnis á Pop Up markaðinum á morgun. „Það var góð mæting í júní og ég held að það mæti fleiri núna.“

Pop Up markaðurinn verður á Kex Hostel sem er á Skúlagötu 28 í Reykjavík á milli klukkan 12:00-18:00.

Vörurnar frá 3 Sprouts verða til sölu á morgun.
Vörurnar frá 3 Sprouts verða til sölu á morgun.
Varaskrúbburinn frá Sara Happ hefur slegið í gegn.
Varaskrúbburinn frá Sara Happ hefur slegið í gegn.
Vefverslunin Snúran verður með ýmsa muni fyrir heimilið til sölu …
Vefverslunin Snúran verður með ýmsa muni fyrir heimilið til sölu á morgun.
Plakötin frá KVRL Design verða fáanleg á Pop Up markaðinum …
Plakötin frá KVRL Design verða fáanleg á Pop Up markaðinum sem haldin verður á KEX á morgun.
Vefverslunin Petit selur einstaklega krúttlegar vörur.
Vefverslunin Petit selur einstaklega krúttlegar vörur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál