„Þetta endar svo á bilaðslegri sprengju“

Guðný Hrönn lofar flottri sýningu á morgun.
Guðný Hrönn lofar flottri sýningu á morgun.

„Til landsins eru komnar stórstjörnur frá Tony&Guy. Við erum að fá fjögur stærstu nöfnin úr teyminu þeirra. Það er rosaleg viðurkenning fyrir okkur að fá svona reynt fólk,“ segir Guðný Hrönn Sigmundsdóttir, sölustjóri Label.M, um hársýninguna sem haldin verður á morgun, laugardaginn 13. febrúar í Gamla Bíó.

Sýningin verður sérstaklega flott að sögn Guðnýjar, meðal annars vegna þess að bpro fagnar nú fimm ára afmæli. Við eigum afmæli og í fyrra fengum við líka verðlaunin „dreifingaraðilli ársins“. Það eru æðstu verðlaunin hjá Label.M og rosalegur heiður að hljóta fyrir svona lítið land. Við erum að gera hlutina rétt og það er tekið eftir því. Einnig erum við að fara að „launcha“ hágæða lúxus línu frá label.m  - sem inniheldur sérhannaða blöndu úr ekta demantaögnum sem skilja eftir sig stórkostlega áferð sem færir hárinu glæsileika, silkiáferð og mikinn ljóma. Því þarf að fagna.“

Óvænt atriði sem enginn á von á

Kvöldið hefst klukkan átta með faglegri hársýningu. „Hún er fyrir  hárgreiðslufólk og fólk sem starfar innan hárbransans. Tony&Guy teymið er að fara að sýna okkur það allra nýjasta í hári, bæði í lit og klippingum. Það mun standa í svona einn og hálfan tíma, svo förum við í partýhlé og þá verða sýnd stór og flott „surprise“-atriði og sjálf tísku- og hársýningin. Silla og Sara frá Reykjavík Make up School sjá um alla förðun með Loréal til að fullkomna heildar útlitið á þessum einstaka tískuviðburði.“ Guðný lofar sem sagt flottri sýningu þar sem öllu er tjaldað til. „Hver mínúta og sekúnda er skipulögð. Þetta endar svo á bilaðslegri sprengju, það verður stórt og óvænt atriði í lokin, eitthvað sem enginn á von á!“

Við tekur svo flott partý. „Allt húsið verður undirlagt, við verðum líka með Petersen-svítuna og þar mun dj Atli þeyta skífum. Húsið er að fyllast og ég get ímyndað mér að í seinni hlutanum verði ansi pakkað,“ útskýrir Guðný.

Undirbúningurinn hefur gengið vonum framar að sögn Guðnýjar en mikil vinna liggur á bak við kvöld sem þetta. „Þetta hefur allt smollið því allir hafa unnið af mikill fagmennsku.  Við erum gríðalega heppin og lánsöm að hafa frábæra, stókostlega og faglega samstarfsaðila að þessu með okkur – Glamour Iceland, Reykjavík Make Up School, Sign, After Eight, Piccini, Hárakademíuna, Sólbert og Tuborg Gold. Með þessu samstarfi mun okkur takast að frumsýna víðamikla og stórkostlega sýningu. Þetta eru gríðarleg forréttindi, að fá að vinna þessa vinnu og lifa og hrærast í þessu. Að hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi, alveg óháð hvaða dagur er.“

Cos Sakkas er einn af þeim sem sýnir það nýjasta …
Cos Sakkas er einn af þeim sem sýnir það nýjasta á sýnginunni í Gamla Bíó. Skjáskot af toniandguyuk.tumblr.com
Label.m er að fara að kynna nýja lúxus-línu á markað …
Label.m er að fara að kynna nýja lúxus-línu á markað sem inniheldur sérhannaða blöndu úr ekta demantaögnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál