Glæsilegustu pör landsins

Reynir Lyngdal Sigurðsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Thors og Unnur …
Reynir Lyngdal Sigurðsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslendingar eru fámenn en jafnframt afar falleg þjóð. Smartland Mörtu Maríu tók saman lista yfir nokkur af glæsilegustu pörum landsins. Úr nógu var að velja enda landið fullt af flottum pörum. 

Reynir Lyngdal Sigurðsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir

Leikstjórinn Reynir Lyngdal Sigurðsson og leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir kynntust árið 1992 þegar þau störfuðu saman á kaffihúsinu Café Olé. Þau voru miklir vinir áður en þau byrjuðu saman en hafa nú verið gift í um áratug. Saman eiga þau dóttur sem fæddist í maí 2013. Fyrir á Reynir dótturina Unu sem er 14 ára.

Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir

Leikaraparið Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir þykir heldur betur glæsilegt par. Þau hafa verið saman í talsverðan tíma og eiga tvö börn saman. 

Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson.
Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson. mbl.is/Freyja Gylfa

Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson

Leiklistarneminn Snæfríður Ingvarsdóttir og tónlistarmaðurinn Högni Egilsson eru ungt og hresst listapar. Þau þykja heldur betur glæsileg og mættu í stíl á Grímuna í ár.

Rakel Garðarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson.
Rakel Garðarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson. mbl.is/Freyja Gylfa

Rakel Garðarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson

Þau Rakel Garðars­dótt­ir og Björn Hlyn­ur Har­alds­son eru sannkallað stjörnupar. Þau eiga von á sínu fyrsta barni sam­an en áður áttu þau tvö börn úr fyrri sam­bönd­um. Parið hef­ur verið á fleygi­ferð upp met­orðastig­ann. Hann sem einn ást­sæl­asti leik­ari lands­ins og hún sem bæði fram­kvæmda­stjóri Vest­urports og frum­kvöðull. Hún hef­ur til dæm­is mik­inn áhuga á mat­ar­sóun og skrifaði bók­ina Vak­andi ásamt Margréti Marteinsdóttur.  

Benedikt Erlingsson og Charlotte Bøving.
Benedikt Erlingsson og Charlotte Bøving. mbl.is/Styrmir Kári

Benedikt Erlingsson og Charlotte Bøving

Leikarahjónin Benedikt Erlingsson og Charlotte Bøving þykja heldur betur glæsileg saman. Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, er af mörgum talin einhver alskemmtilegasta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið en í henni fer Charlotte með aðalhlutverk.

Hilmar Guðjónsson og Kolbrún Vaka Helgadóttir.
Hilmar Guðjónsson og Kolbrún Vaka Helgadóttir. mbl.is/Freyja Gylfa

Hilmar Guðjónsson og Kolbrún Vaka Helgadóttir

Leikarinn Hilmar Guðjónsson og mannfræðingurinn og ljósmyndarinn Kolbrún Vaka Helgadóttir eru frekar nýlegt par og afar glæsileg saman. Þau mættu saman á Grímuna og voru afar glæsilega til fara þar.

York Underwood og Björg Magnúsdóttir.
York Underwood og Björg Magnúsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa

York Underwood og Björg Magnúsdóttir

Þau York Underwood og Björg Magnúsdóttir eru afar glæsilegt par. Þau gengu í það heilaga í vor og héldu glæsilega veislu á Bryggjunni Brugghúsi. Björg stýr­ir síðdeg­isút­varp­inu á Rás 2 ásamt Guðmundi Páls­syni og Und­erwood er kanadísk­ur uppist­and­ari sem elsk­ar Ísland. Hjón­in kynnt­ust á Íslandi þegar Björg var með sitt fyrsta uppistand og síðan þá hafa þau verið óaðskilj­an­leg. 

Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason.
Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason. mbl.is/Freyja Gylfa

Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason

Athafnakonan Salka Sól Eyfeld og rapparinn Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur úlfur eru afar glæsilegt tónlistarpar. Þau eru ung og fersk og ætla að eyða sumrinu í að ferðast um landið og njóta í botn.

Þórey Vilhjálmsdóttir og Pétur Einarsson.
Þórey Vilhjálmsdóttir og Pétur Einarsson. mbl.is/Freyja Gylfa

Þórey Vilhjálmsdóttir og Pétur Einarsson

Þau Þórey Vil­hjálms­dótt­ir, formaður Ferðamálaráðs og fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, og Pét­ur Ein­ars­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi for­stjóri Straums, eru afar glæsileg saman. Pét­ur er mik­ill íþróttamaður og hef­ur meðal ann­ars tekið þátt í Járnkarlinum, hjólað í kring­um landið í Wow-cyclothoninu og tekið þátt í fjöl­mörg­um hjólreiðakeppnum og hefur nú aldeilis náð að smita Þóreyju af hjólabakteríunni.

Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann.
Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann

Þau Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og sjónvarpsmanninn Loga Bergmann þarf vart að kynna. Þetta glæsilega par hefur verið saman í nokkur ár. Saman eiga þau tvær dætur. Þá á Svanhildur son úr fyrra sambandi og Logi fjórar dætur.

Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon ásamt dóttur sinni …
Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon ásamt dóttur sinni Katrínu Borg Jakobsdóttur. mbl.is/Freyja Gylfa

Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon

Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og eiginkona hans og viðskipafræðingurinn Birna Rún Gísladóttir eru afar glæsilegt par. Þau giftu sig árið 2013 í mikilli og flottri veislu í tónlistarhúsinu Hörpu. Parið á sama afmælisdag en tuttugu ára aldursmunur er á þeim. Saman eiga þau dæturnar Jarúnu Júlíu og Katrínu Borg.

Margrét Hrafnsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson.
Margrét Hrafnsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margrét Hrafnsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson

Þau Margrét Hrafnsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson kynntust þegar hún var nítján ára og hann tuttugu og fimm árum eldri. Hjónin eru afar glæsileg en þau eru búsett í Bandaríkjunum. Þar starfrækja þau framleiðslufyrirtækið Othar Raven Pictures og lifa og hrærast í heimi kvikmynda og sjónvarps.

Björk Eiðsdóttir og Karl Ægir Karlsson.
Björk Eiðsdóttir og Karl Ægir Karlsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björk Eiðsdóttir og Karl Ægir Karlsson

Björk Eiðsdótt­ir, rit­stjóri MAN, og Karl Ægir Karls­son, doktor í tauga­lífeðlis­fræði, þykja eitt heitasta par landsins. Þau hafa verið saman í um tvö par og ekki annað hægt að segja en þau séu afar glæsileg saman.

Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson.
Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson. mbl.is/Freyja Gylfa

Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson

Leikaraparið Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson er að sjálfsögðu á meðal glæsilegustu para landsins. Ásamt því að búa saman vinna þau Nína Dögg og Gísli Örn líka stundum saman en þau fóru til dæmis bæði með aðalhlutverk í spennutryllingum Grafir og bein. Saman eiga þau tvö börn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál