Arnar Gauti sveittur á svörtum fössara

Arnar Gauti Sverrisson hjálpaði fólki að láta drauma sína rætast …
Arnar Gauti Sverrisson hjálpaði fólki að láta drauma sína rætast á svörtum fössara en hann starfar í Húsgagnahöllinni.

Það var allt á útopnu í Húsgagnahöllinni í morgun þegar verslunin bauð upp á svartan fössara þar sem hægt var að kaupa vörur með miklum afslætti. Dagurinn í dag, Black Friday, hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum um árabil en nú er þessi hefð að ryðja sér rúms á Íslandi. Það eina sem virðist vefjast fyrir fólki hvað á að kalla þennan dag. Allir íslenskufræðingar vilja ekki sjá nafnið Black Friday og þess vegna hefur svartur fössari þótt meira töff. Það má þó rífast um það hvort fössari sé góð íslenska eða ekki. 

Lífsstílsmeistarinn Arnar Gauti Sverrisson var til taks fyrir viðskiptavini og hjálpaði þeim við val á fallegum hlutum á þessum mikla kaupdegi í Reykjavík. Smartland rétt náði í skottið á honum í öllum glundroðanum. 

„Það er búið að ganga ótrúlega vel. Það er troðfull búð enda opið til 22 í kvöld. Það hafa verið mikil læti. Fólk er að kaupa sófa og borðstofuborð og svo náttúrlega jólagjafirnar. Húsgögn frá mínu uppáhaldsmerki, Dialma Brown, hafa verið sérstaklega vinsæl í dag enda er aldrei gefinn svona mikill afsláttur af því merki. Fólk er að nota tækifærið núna,“ segir Arnar Gauti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál