Tómas, Glowacz og Elísabet trekktu að

Stefan Glowacz, Elísabet Margeirsdóttir og Tómas Guðbjartsson.
Stefan Glowacz, Elísabet Margeirsdóttir og Tómas Guðbjartsson.

Stefan Glowacz, einn fremsti fjallamaður heims, hélt fyrirlestur á dögunum um fjallamennsku frá ólíkum sjónarhornum. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíó og var haldinn í samstarfi við 66°Norður og GORE-TEX. Allur aðgangseyrir rann til styrktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Stefan Glowacz er einn fremsti fjallamaður heims og starfar náið með GORE-TEX við prófun og þróun efna. Í fyrirlestri sínum sagði hann frá leiðangri sínum á Sam Ford Fjord á Baffin Island, göngu á hæsta fjall Malasíu, Mount Kinabalu, og þegar hann kleif „Into the light“ sem er ein erfiðasta klifurleið sem þekkist og er í hellinum Madschlis al Dschinn.

Glowacz var þó ekki einn að miðla þekkingu sinni þetta kvöld því Elísabet Margeirsdóttir fjallahlaupakona var með erindi og líka Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, fjallgöngu- og skíðamaður. 

Elísabet sagði frá hlaupum sínum hér á landi sem og erlendis. Hún kláraði meðal annars Tor des Géants-hlaupið um Aosta-dalinn á Ítalíu í september en það var 340 km langt með 25.000 metra samanlagðri hækkun.

Tómas sagði frá fjallaskíðaferð FÍFL yfir mikilfenglegasta hluta Alpanna í máli og myndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál