Frægir flykktust í bíó

Það var glatt á hjalla þegar Smárabíó tók í notkun nýjan S-MAX sal sem býður upp á Flagship Laser 4K og Dolby Atmos. Með breytingunum er Smárabíó orðið eitt af bestu bíóum í heimi og það eina sinnar tegundar á landinu.

S-MAX, sem stendur í raun fyrir það besta sem er í boði, býður kvikmyndahúsagestum nú upp á veislu fyrir augu og eyru með þessari nýjustu tækni sem völ er á í heiminum. Auk þess verður sýningarbúnaður í hinum sölunum uppfærður í Laser. Smárabíó verður þannig útbúið nýjustu, fullkomnustu og bestu tækni sem í boði er í heiminum og eina kvikmyndahúsið hérlendis sem notar Laser í öllum sölum en aðeins sárafá kvikmyndahús í heiminum bjóða upp á slíkt.

Í tilefni af þessum tímamótum bauð Smárabíó í frumsýningarteiti á myndinni The Mummy með Tom Cruise í aðalhlutverki. Eins og sjá má á myndunum var glatt á hjalla! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál