Ljúga til um aðstæður í kynþokkafullum skilaboðum

Yfirleitt eru einstaklingar að ljúga er þeir senda skilaboð þar …
Yfirleitt eru einstaklingar að ljúga er þeir senda skilaboð þar sem þeir segjast vera í funheitum nærfötum til dæmis. mbl.is/AFP

Þeir sem senda kynþokkafull skilaboð eru ekki alltaf að gera það kynþokkafulla sem þeir segjast vera gera í smáskilaboðunum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar.

Rannsakendur í háskólanum í Indiana komust að því að af þeim 109 háskólanemendum sem höfðu sent skilaboð með kynþokkafullu ívafi, var næstum helmingur, eða 48 prósent ekki að segja satt og rétt frá í skilaboðunum.

Samkvæmt heimildum Daily Mail viðurkenndu tveir af hverjum þremur að þeir hefðu logið því í skilaboðum að þeir væru að striplast um á nærfötunum eða að þeir væru að snerta suma líkamsparta til að koma hinum aðilanum til. Einn þriðji sagðist hins vegar hafa sent daðursfull smáskilaboð af því að honum leiddist.

Einnig kom í ljós að það að liggja á bakinu á meðan á skrifunum stóði var miklu algengara á meðal kvenna en karla, en 45 prósent kvenna viðurkenndu það að liggja á meðan þær skálduðu einhverjar kynþokkafullar senur, en aðeins 24 prósent karla sögðu það sama.

Doktor Michelle Drouin, sem leiddi rannsóknina tengdi það að liggja við að einstaklingarnir væru nær því að vera í kynferðislegum athöfnum.

„Konur eru líklegri til þess að gera sér upp fullnægingu en karlmenn, en þær eru líka líklegri til að gera sér upp ánægju. Konur ljúga til þess að þjóna öðrum, miklu frekar en karlmenn,“ sagði Michelle Drouin.

Þeir aðilar sem áttu erfitt með að vera nánir öðrum einstaklingi voru líklegri til þess að hafa spunnið upp kynferðislegar senur en þeir sem voru öruggari.

Rob Weisskirch, prófessor í California State-háskólanum, sem kom ekki nálægt rannsókninni sagði í samtali við Reuters að skilaboð með kynþokkafullu ívafi væru leið til að forðast nánd.

„Þessar niðurstöður benda til þess að það að senda kynþokkafull skilaboð er ekki hegðun sem einstaklingar í heilbrigðum samböndum ættu að stunda,“ sagði Weisskirch.

Það kom honum í opna skjöldu hversu margir viðurkenndu að vera að búa til aðstæður í skilaboðunum.

„Maður hefði haldið að þegar sambandið er á því stigi að þú sendir kynþokkafull skilaboð að þú myndir vilja vera heiðarleg/ur í því sambandi sem þú ert að reyna byggja upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál