Að sofa nakin lykillinn

Það að sofa nakin og borða ekki mat upp í …
Það að sofa nakin og borða ekki mat upp í rúmi, eru helstu leyndarmál ánægjulegra sambanda. Ljósmynd/Titanic

Það að sofa nakin og borða ekki mat upp í rúmi, eru helstu leyndarmál ánægjulegra sambanda, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar.

Í könnuninni sem 1.000 einstaklingar á Bretlandi tóku þátt í kom í ljós að þeir einstaklingar sem sofa allsberir eru ánægðastir í samböndum sínum eða hjónaböndum.

Samkvæmt heimildum The Independent, þá vildu minna en helmingur aðspurðra sem klæddust náttfötum á næturnar meina að þeir væru mjög hamingjusamir í samböndunum, hins vegar vildu 57 prósent þeirra sem sváfu án náttfata meina að þeir væru í mjög hamingjusömum samböndum. 

Könnunin sem var framkvæmd af Cotton USA, sýndi einnig að svefnvenjur geta haft áhrif á sambandið þar sem að rifrildi geta brotist út ef eitthvað raskar svefnvenjum fólks, eða þá að einstaklingarnir forðast að gista hjá foreldrum sínum yfir nótt, til þess að koma í veg fyrir sambandserjur. 

Einnig kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að óhrein gólf, óhreint leirtau og óumbúin rúm eru á meðal þeirra atriða sem falla síst í kramið hjá einstaklingum.

Að borða í rúminu, sjúskaðar sængur og það að sofa í sokkum var heldur ekki líklegt til vinsælda.

Niðurstöður könnunarinnar leiddu einnig í ljós að gæði rúmfatanna gætu haft áhrif á einstaklinga á fyrsta stefnumóti. Satínrúmföt gáfu til kynna að einstaklingurinn ætti einhverja peninga, en gáfu líka til kynna að einstaklingurinn væri ef til vill siðlaus, eða með skítlegt eðli. Bómullarrúmföt voru merki um hreinlæti á meðan rúmföt úr gerviefnum eins og polyester þóttu billeg.

„Það eru margir þættir sem geta haft áhrif á sambandsánægju, en einn þáttur sem oft er litið framhjá er hvernig er umhorfs í svefnherberginu,“ sagði Stephanie Thiers-Ratcliffe, hjá Cotton USA.




Það skiptir máli hvernig rúmfötin eru.
Það skiptir máli hvernig rúmfötin eru. Ljósmynd/wikimediacommons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál