Af hverju notar þú samfélagsmiðla?

Ljósmynd/Pixabay

Margir kannast við að vera háðir samfélagsmiðlum og finnast þeir stöðugt vera að missa af einhverju sem er að gerast. Eftir komu snjallsímanna kannast margir við þá áráttu að vera í sífellu að athuga tölvupóstinn, Facebook, Twitter eða Tinder. 

Orkan sem fer í það að hanga á samfélagsmiðlum er ekki alltaf góð og ekki alltaf mannbætandi. Ef þú veist ekki alveg hvernig þú átt að nota samfélagsmiðla skaltu halda áfram að lesa. 

1. Ekki kvarta eða væla. Samfélagsmiðlar eru ekki persónuleg dagbók eða tæki til að hella út öllum þínum skoðunum heldur ákveðinn samskiptamáti. Það þýðir að einhver mun lesa stöðuuppfærslurnar þínar. Stundum þarf fólk að spyrja sig að því hvort aðrir þurfi virkilega á því að halda að þú sért akkúrat núna að lesa Vogue og fá þér drykk eða hvað þú borðaðir í morgunmat.

2. Vertu hjálpsamur. Deildu atburðum og hugmyndum úr þínu eigin lífi sem þér þykir munu hjálpa öðrum og vera nytsamlegt fyrir aðra. Ekki deila bara hverju sem er. Hugsaðu út í það hvað þú setur á samfélagsmiðlana.

3. Taktu pásur frá netnotkun. Taktu einn dag, viku eða mánuð þar sem þú notar samfélagsmiðla lítið sem ekkert. Notaðu tímann og lestu bók, talaðu við vini þína eða farðu út að ganga. Taktu eftir því að þér mun hugsanlega þykja þú vera að missa af öllu en það er ekki rétt, lífið heldur alveg áfram þó að þú stundir ekki samfélagsmiðla alla daga.

4. Ekki vera örvæntingafull/ur. Þegar þú ert einmana og finnst þú ótengd öðrum passaðu þig að verða ekki örvæntingafull/ur.  Við finnum öll fyrir einmanaleika stundum en passaðu að vera ekki of örvæntingafull/ur og deila stöðuuppfærslun sem sýna það eins og til dæmis „lýstu mér í einu orði“ eða „hversu margir munu líka við stöðuuppfærsluna mína?“ svo dæmi séu nefnd.

5. Hvað seturðu á vefinn? Hugaðu vel að því sem þú ert að fara að setja inn á samfélagsmiðlana. Spurðu sjálfan þig hvort þetta sem þú vilt setja inn sé rétt, gott, satt eða nauðsynlegt. Við erum orðin vön svo miklum hraða að stundum deilum við hlutum á samfélagsmiðlum án þess að hugsa mikið út í þá áður.

6. Persónugerðu þig. Vertu besta útgáfan af sjálfum þér á samfélagsmiðlunum. 

7. Ekki vera stjórnsöm/samur. Ef það virkar ekki í raunveruleikanum fyrir þig að vera stjórnsamur mun það ekki virka á samfélagsmiðlum. Forðastu að deila hlutum sem hafa þann tilgang að vekja vorkunn eða eiga láta fólk aðhafast eða gera eitthvað. Ekki búa til samviskubit hjá fólki fyrir að líka ekki við stöðu þína eða deila henni, til dæmis ef hún fjallar um fólk með krabbamein eða annað.

8. Mundu að meira þýðir ekki endilega það sama og betra. Þú þarft ekki endilega að samþykkja allar vinabeiðnir sem þú færð og vinna í því að vera með sem flesta vini á samfélagsmiðlun. Ekki nema það sé hluti af vinnunni þinni. Það er betra að hafa stuttan vinalista og góðan heldur en langan og fullan af fólki sem þú þekkir varla.

9. Eyddu óviðeigandi athugasemdum og fólki sem kemur illa fram. Þú þarft ekki að hafa fólk á samfélagsmiðlum sem setur inn dónalegar athugasemdir eða stöðuuppfærslur inn á samfélagsmiðilinn. Þú stjórnar samskiptunum.

10. Vertu viss um að þú sendir öðru fólki aldrei amapóst. Amapóstur er sá póstur eða sú stöðuuppfærsla sem kemur upp aftur og aftur eða sá sem sendur er ítrekað á fólk því til óþæginda.

11. Ekki bera þig saman við aðra. Það skiptir ekki máli hversu marga fylgjendur aðrir hafa, hversu marga vini þeir eiga, hversu mörg partí þeir mæta í eða hversu mörg frí annað fólk fer í. Rafrænt mont er hallærislegt. 

12. Hugsaðu út í það hvernig samfélagsmiðlar láta þér líða. Við erum svo upptekin við að líka við gjörðir annarra á samfélagsmiðlum, gera athugasemdir og skrifa til baka að við gleymum stundum ástæðunni fyrir að við notum miðlana. Reyndu að finna af hverju þú notar miðilinn og vertu viss um að notkunin láti þér líða vel, tengi þig við sjálfan þig og aðra oftar en ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál