Er sambandið að halda aftur af þér?

Ljósmynd/Pixabay

Um leið og draumar þínir mótast og verða stærri en þeir voru áður tekurðu ef til vill eftir því að möguleikar þínir eru miklu meiri en þú gerðir þér áður grein fyrir. 

Því miður þýðir þetta fyrir marga að þeir átti sig á því að þeir séu í sambandi sem hindri þá í að þeir láti drauma sína rætast. Makinn er kannski ekki viljugur til að fara í það ferðalag sem þig langar til að fara í til að elta draumana þína.

Ef þú sættir þig við það svar að það sem þið tvö eigið saman ætti að vera alveg nóg fyrir þig þá muntu líklega ekki láta drauma þína rætast og ekki fá það út úr lífinu sem þú vilt og átt skilið.

Á þessum tímapunkti ertu hugsanlega farin að gera þér grein fyrir þú sért að þroskast en maki þinn ekki og að þið séuð ekki á sömu blaðsíðunni í lífinu. Sérstaklega ef hann vill að allt verði áfram eins og það hefur alltaf verið. Þetta er því miður uppskrift af óhamingju fyrir þig í framtíðinni.

Eftirfarandi spurningar eru þær sem þú þarft að spyrja þig ef þú telur að sambandið þitt standi í stað eða ef þú telur að sambandið sé að hindra þig í því að gera það sem þú vilt gera í lífinu.

1. Hvað vilt þú að gerist í næsta kafla í lífi þínu? Ímyndaðu þér að líf þitt sé bók og í hverjum einasta kafla öðlastu reynslu og lærir ýmislegt. Spurðu þig svo að því hvað þú vilt sjá í næsta kafla. Gerðu lista yfir það sem þú vilt fá út úr ástarlífinu, starfsferlinum þínum, hvar þig langar til að búa, hvernig þú vilt að fjölskyldutengslin verði eða fjölskylduáætlanirnar og svo framvegis.

2. Er sambandið þitt að gefa þér allt það sem þú vilt eða tekur það meira frá þér? Íhugaðu hvernig sambandið er búið að vera og hvernig samskiptin hafa verið ykkar á milli. Ef þér þykir þú gefa meira af þér en makinn eða færð lítið til baka ertu ekki að fá það sem þú vilt út úr sambandinu. Vertu hreinskilin/n við sjálfa/n þig og skrifaðu niður hvernig þér líður. Spurðu þig hvort að sambandið sé að koma í veg fyrir að þú fáir það sem þú vilt út úr lífinu.

3. Ertu stöðugt að reyna að sannfæra sjálfa/n þig um að hlutirnir muni einhvern tímann breytast? Skrifaðu niður alla hluti sem þér hefur langað til að breyta í sambandinu eða það sem þú vilt fá út úr sambandinu en hefur aldrei fengið. Spurðu í kjölfarið hversu lengi hlutirnir hafi haldist samir án þess að breytast. Vertu hreinskilin/n við sjálfa/n þig, ef hlutirnir hafa alltaf verið samir án þess að breytast eru litlar líkur á því að þeir breytist allt í einu.

4. Er sambandið að leyfa þér að þroskast eða er það að minnka sjálfstraust þitt? Ef þú spyrð þig að þessari spurningu muntu komast að því í hvernig sambandi þú ert. Ef sambandið er ekki að leyfa þér að vaxa og dafna hefur það líklegast runnið sitt skeið og þá er tími kominn til að halda lífinu áfram.

5. Hvað er það sem þú þarft að gefa upp á bátinn? Þarftu að sleppa tökunum á æðislegu draumunum þínum um hvernig þú vilt að líf þitt verði eða þarftu að sleppa tökunum á sambandinu sem hindrar þig í að láta drauma þína rætast? Í fyrstu gæti það verið erfitt að sætta sig við þá staðreynd að sambandið hefur runnið sitt skeið. Ef þú ert óviss eða hrædd/ur um að takast á við hlutina er gott að renna aftur yfir listann yfir þá hluti sem þú vilt í lífinu og það sem þú vilt sjá í næsta kafla í lífi þínu. Það mun veita þér svarið sem þú ert að leita að. 

Heimild: Mind Body Green.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál