Áhrif samskiptamiðla á ástarsambönd

Á heimasíðu RedBookmag.com birtist nýverið reynslusaga frá konu sem segir samskiptamiðla og skilaboðaforrit hafa haft slæm áhrif á hjónaband sitt.

Konan, sem kýs að kalla sig Alice í pistli sínum, telur samskiptaforrit auðvelda fólki að eiga í samskiptum við annað fólk og því verði framhjáhöld auðveldari fyrir vikið.

Alice uppgötvaði einn daginn að samband sitt við vinnufélaga sinn, Sam, væri komið úr böndunum. „Maðurinn minn og ég vorum nýbúin að eignast barn og það var ein ástæða þess að mér fannst gaman að daðra við Sam, það var góð tilfinning að finnast ég kynþokkafull og eftirsótt,“ útskýrir Alice. „Ég og maðurinn minn vorum á kafi í vinnu og barnauppeldi þannig að heimilislífið snerist bara um það. Við fengum aldrei tíma fyrir okkur tvö,“ skrifar Alice sem átti aldrei í líkamlegu sambandi við Sam. Alice og Sam skiptust á skilaboðum á hverjum degi sem oft sneru að útliti þeirra og þau eyddu frítíma sínum í vinnunni í að spjalla saman á persónulegum nótum.

Alice segist hafa áttað sig á alvarleika málsins þegar eiginmaður hennar þurfti að nota netfang hennar eitt kvöldið. „Hjarta mitt hætti að slá. Ég vildi alls ekki að hann læsi samskipti mín við Sam. Ég vissi að ég myndi komast í uppnám ef að ég sæi slík samskipti á milli eignmans míns og einhverrar konu úr vinnunni hans. Þarna áttaði ég mig á því að ég þyrfti að grípa í taumana.“

Saga Alice hljómar kunnuglega í eyrum margra sérfæðinga sem hafa rannsakað áhrif samskiptamiðla á ástarsambönd. „Það hefur aldrei verið auðveldara að nálgast annað fólk og fá upplýsingar um þann sem þér dettur í hug,“ segir Jaclyn Cravens, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi. „Rannsóknir sýna að fólk er berskjaldaðra og opnara í netsamskiptum heldur en í daglegu lífi. Þegar hlutirnir eiga sér aðeins stað á internetinu þá áttar fólk sig stundum ekki á þeim áhrifum sem þeir geta haft á raunverulegt samband þeirra.“  

Alice sagði manni sínum aldrei frá því sem gerðist á milli hennar og Sam en hún bað hann um að koma með sér í hjónabandsráðgjöf. Þá bað hún Sam einnig um að hætta að senda sér persónuleg skilaboð en hann brást illa við. „Hann tók þessu illa. Honum fannst ég gera of mikið mál úr þessu og fannst ég vera að saka sig um að ýta undir framhjáhald. Ég vissi bara að áframhaldandi samskipti við hann myndu ekki skila okkur neinu.“

Sérfræðingar eru sammála Alive um að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá henni. „Rannsóknir hafa sýnt að internet-framhjáhald hefur jafn slæm áhrif á tilfinningalíf þess sem haldið er framhjá eins og líkamlegt framhjáhald,“ segir Craven.

Craven mælir með því að öll pör setjist niður og ræði þessa hluti og hvað þeim þyki eðlilegt. „Fólk heldur oft að maki þeirra sé með sömu skoðanir og takmörk og það sjálft, þangað til það kemst að öðru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál