Reyna frekar að heilla konur en karla

Konur reyna gjarnan að heilla aðrar konur með fallegum fötum …
Konur reyna gjarnan að heilla aðrar konur með fallegum fötum og förðun. AFP

Margar konur kannast við að eyða óratíma fyrir framan spegilinn áður en þær fara út á lífið. Þær kaupa föt fyrir fúlgur fjár og mála sig og greiða listilega áður en haldið er út á djammið. En þetta gera þær ekki til að heilla karlpeninginn heldur til að ganga í augun á öðrum konum.

Nýleg könnun leiddi í ljós að um helmingur þeirra kvenna sem tóku þátt í henni er tilbúinn til að verja óratíma í að snurfusa sig í von um að heilla vinkonur sínar og aðrar konur. Ein af hverjum tuttugu konum sem tóku þátt í könnuninni sagði álit bestu vinkonu sinnar skipta sig mun meira máli en álit hins kynsins þegar kemur að hári og förðun. Frá þessu er greint á heimasíðu DailyMail.

Nærri tveir þriðju kvennanna sögðu þá hrós frá vinkonu gleðja sig meira en hrós frá ókunnugum manni en niðurstöðurnar leiddu þó í ljós að flestar kvennanna fundu fyrir sannri ánægju þegar ókunnugur hrósaði útliti þeirra.

Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að venjuleg kona eyðir að jafnaði rúmum tveimur klukkustundum fyrir framan spegilinn áður en hún fer út á lífið.

Áhugaverðast þótti þá að ein af hverjum tíu konum sem tóku þátt í könnuninni viðurkenndi að sannkölluð samkeppni ríkti innan vinkonuhópsins um útlit. Þær konur gengu jafnvel svo langt að forðast alfarið að hrósa vinkonum sínum ef þær litu vel út.

Margar konur nota aragrúa af snyrti- og förðunarvörum þegar þær …
Margar konur nota aragrúa af snyrti- og förðunarvörum þegar þær gera sig til fyrir skemmtanalífið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál