„Ég hef alltaf verið hávaxin en líka smá þybbin“

Beyoncé er sögð fótósjoppa myndirnar sínar áður en hún birtir …
Beyoncé er sögð fótósjoppa myndirnar sínar áður en hún birtir þær á Instagram. Ótal ungar stelpur bera sig saman við hana. Skjáskot af Instagram

Tímaritum og tónlistarmyndböndum er oft kennt um að skapa óraunhæfar kröfur hjá fólki hvað varðar líkamsvöxt og heildarútlit en hvað með samfélagsmiðlana? Undanfarið hefur verið töluvert í umræðunni fólk sem fótósjoppar sjálfsmyndir og birtir þær svo á samfélagsmiðlum eins og ekkert sé eðlilegra. Svo þegar annað fólk rekst á þessar myndir grunar það að sjálfsögðu ekki að búið sé að eiga við þær.

Á heimasíðu BBC má þá lesa áhugavert viðtal við Kelsey Hibberd en þar fjallar hún um þau áhrif sem samfélagasmiðlar höfðu á sjálfsímynd hennar.

„Ég hef alltaf verið hávaxin en líka smá þybbin. Enginn virtist taka eftir mér í barnaskóla en í gagnfræðaskóla fór fólk skyndilega að benda á mig og taka eftir mér, mér fannst ég vera ljót og óspennandi,“ segir Hibberd sem varð fljótt mjög meðvituð um útlit sitt og framkomu. 

Hibberd var strítt á tímabili vegna útlitsins og hún segir þau ár hafa verið hræðileg. „Ég veit ég hefði lent í meira einelti ef ég hefði átt fleiri vini á samfélagsmiðlum,“ segir Hibberd sem hélt facebookvinum sínum í algjöru lágmarki.

„Það fór allt að snúast um líkama minn og útlit,“ útskýrir Hibberd. Hún byrjaði að lita á sér hárið og hún hætti að borða. „Ég vonaðist til að þá myndi fólk hætta að hata mig.“

Hibberd, sem er tuttugu ára í dag, vinnur nú við það að heimsækja skóla og kynna herferð sem heitir Loud Education en þá er börnum og unglingum kennt að takast á við sjálfsímynd sína.

Auðvelt að skrifa neikvæðar athugasemdir á Instagram

Hibberd segir samfélagsmiðlana geta verið hættulega sökum þess að þar birtir fólk myndir af sér þannig að hundruð ef ekki þúsundir manna geta skoðað þær og dæmt. „Fólk er berskjaldað. Það birtir sínar bestu myndir og ber sig svo saman við aðra.“ Hibberd tekur fram að á þessum samfélagsmiðlum sé einnig auðvelt að gera neikvæðar athugasemdir við myndir og deila þeim á milli fólks.

Hibberd kveðst hafa náð að vinna í sjálfri sér og sjálfstraustinu þegar hún fór í menntaskóla og nú vill hún hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. „Ég vil breyta því sem þykir eðlilegt, breyta sýn fólks til hins betra.“

Það er deginum ljósara að útlitskröfur eru orðnar algjörlega óraunhæfar með tilkomu samfélagsmiðla og myndvinnsluforrita. Þess vegna er nauðsynlegt að minna sig á að ekki er allt sem sýnist.

Það er augljóst að Kim Kardashian fjótóshoppar sínar myndir áður …
Það er augljóst að Kim Kardashian fjótóshoppar sínar myndir áður en hún birtir þær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál