Af hverju eltast karlar við yngri konur?

George Clooney og Amal Alamuddin.
George Clooney og Amal Alamuddin. AFP

Af hverju eltast miðaldra karlar við konur sem eru 25 árum yngri en þeir? Af hverju taka þeir stinna rassa og brjóst framyfir bókvitið og þroskann sem jafnöldrur þeirra bera með sér?

Stella Grey, pistlahöfundur á The Guardian, pælir í því hvers vegna karlar eltast við ungar konur, meðan konur virðast spenntari fyrir greind, húmor og lífsreynslu í fari karlkyns félaga sinna.

„Ég er viss um að þú varst rosalega falleg þegar þú varst ung,“ skrifaði einn til Stellu sem leitar að ástinni á stefnumótasíðum á netinu.

„Átti ég að taka þetta sem hrós,“ skrifar hún í pistlinum. „Já, ég var gullfalleg um tíma en líka hræðilega upptekin af sjálfri mér, grunnhyggin og reynslulaus, allt of viðkvæm og óspennandi á sama tíma. Já, þú hefðir örugglega verið ofsalega hrifinn af mér þá, félagi!“

Fimmtug og stolt!

Hún skrifar að allar konur sem hún þekki fagni aldri og þroska í fari karla, að gráu hárin og broshrukkurnar virki aðlaðandi á þær meðan karlarnir virðast forðast jafnöldrur sínar. Henni finnst skilaboðin ömurleg og segir að hana langi bara að fara í uppreisn á móti þessu. Safna gráa hárinu, hætta að mála sig, gefa bara skít í þetta. Vera fimmtug fyrir allann peninginn.

„Mig langar bara að líta út eins og fimmtug, tala endalaust um það að vera fimmtug, mig langar að stofna samtök kvenna sem eru fimmtugar og stoltar og gefa algjöran skít í að reyna að líta út eins og 35 ára að eilífu... Svo stend ég mig að því að kaupa eitthvert töfrakremið aftur sem lofar mér eilífri æsku.“

Horfa á konur sem eru helmingi yngri

Hún segir að margar konur um fimmtug kvarti undan því að karlar á þeirra aldri líti bara ekki við þeim. Þær fíli sig ósýnilegar á almannafæri.

„Karlar taka ekkert eftir mér lengur en mér finnst hinsvegar magnað að fylgjast með því hverju þeir taka eftir í staðinn. Þeir eru ekki að horfa á búðarglugga. Þeir eru ekki að horfa á mig. Þeir eru að horfa á konur sem eru að minnsta kosti helmingi yngri en þeir sjálfir!“

Stella ræddi málið við karlkyns vin sinn sem skildi kynbræður sína vel:

„Karlarnir sem ég tala við á þessum stefnumótasíðum eru alveg eins. Þeir þykjast vera að leita sannri ást og alvöru félagsskap en í sannleika sagt eru þeir bara að leita að tuttugu og fimm ára stelpum,“ sagði Stella.

„Kannski halda þeir að þeir geti fengið hvorttveggja,“ svaraði vinur hennar.

„Þú ert samt ekki þannig, er það nokkuð? Ef þú mættir velja, myndirðu þá ekki velja eldri og áhugaverðari konu, ástríðufulla, vel lesna konu sem er ekki með endalaust vesen?“

„Fallegt af þér að hugsa svona til mín,“ svaraði vinurinn. „En ég myndi alltaf velja stinna rassinn, án þess að hugsa mig um. Alltaf.“

Ekki sexí að reyna við börn vina minna

Svo útskýrir hann fyrir Stellu þessa gömlu klisju að karlar séu miklu sjónrænni en konur og bregðist við því sem fyrir augu ber án þess að hafa stjórn á því.

„Jafnvel þó að þeir hefðu valið þá myndu þeir aldrei velja jafnöldru sína framyfir stinna 25 ára stelpu. Horfir þú ekki annars á tuttugu og fimm ára stráka,“ spyr hann.

„Nei, ég verð að viðurkenna að það geri ég ekki,“ svarar pistlahöfundurinn. „Í alvöru, þá eiga þessir strákar mæður á mínum aldri, svo þetta væri bara eins og að eltast við börn vina minna. Mér finnst eitthvað ferlega ósexí við það. Ég tek hinsvegar eftir 55 ára lífsreyndum silfurrefum, ég stari á þá. Hávaxna, víðförla og vel notaða menn sem taka hinsvegar ekkert eftir mér.“

„Kannski ættirðu að klæðast bjartari litum?“ leggur vinurinn til. „Þetta eru bara staðreyndir. Karlar hrífast af æskunni. Þeir fíla sítt hár. Þeim finnst litir fallegir. Þeir eru hrifnari af grönnum líkömum. Sorrý, en þú verður bara að léttast, safna hári og fara í eitthvað rautt ef þú ætlar að eiga séns í þessa silfurrefi.“

Spurningin er bara - ætti hún að vera tilbúin að breyta sér?

George Clooney og Amal Clooney giftu sig í fyrra.
George Clooney og Amal Clooney giftu sig í fyrra. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál