12 heilræði fyrir þær sem hafa áhuga á eldri mönnum

George Clooney þykir ekki versna með hækkandi aldri.
George Clooney þykir ekki versna með hækkandi aldri. AFP

Samkvæmt flestum rannsóknum hafa konur áhuga á mönnum sem eru ögn eldri en þær en þó ekki of. 

2.000 einstaklingar voru spurðir út í hvaða aldursbil þeim þætti æskilegast og þar kom fram að flestar konur kusu menn sem voru frá þremur og upp í sex árum eldri en þær sjálfar. 

Fæstar kusu að eiga menn sér yngri. Hér eru 12 atriði fyrir þig sem íhugar að fara aðeins upp fyrir þig í aldri þegar þú velur þér næsta mann. Hann verður eflaust ekki eins villtur og sá ungi, ögn  stilltari en ekki endilega þroskaður. 

1. Hann mun ekki draga þig á reifið sem vinur hans er að skipuleggja og dansa fram til klukkan átta næsta morgun en hann er heldur ekki að fara að ræsa þig í morgunleikfimina á Rás 1 klukkan sjö á sunnudagsmorgni. Hann er bara aðeins afslappaðri en þessi ungi sem þú deitaðir síðast. Ef ekki þá gæti verið eitthvað að honum. 

2. Kannski bara einn viskí í staðinn fyrir sjö skot af vodka. Hann getur enn drukkið fólk undir borðið en hefur kannski ekki áhuga á að gera það inni á sjúskuðum pöbb með fullt af ókunnugu fólki. 

3. Þú átt eftir að heyra sögur af því hvað hann var ótrúlega mikill flippari í gamla daga og velta því fyrir þér af hverju hann er ekki eins sprækur lengur. Ekki reyna að fá hann til reykja jónu með þér samt, hann gæti jú tekið upp á að hegða sér eins og Kevin Spacy í American Beauty. Leyfðu honum bara að segja sögurnar og farðu svo að djamma með vinkonum þínum. 

4. Hann er kannski eldri en þú en ekkert endilega þroskaðri. Að vera „eldri“ þýðir ekki það sama og að vera þroskaður. Hann á alveg eftir að hlæja að prumpubröndurum áfram og jafnvel horfa á teiknimyndir eða fara í World of Warcraft. Strákar eru bara strákar. 

5. Hann er hættur að deita bara einhverjar konur án þess að meina neitt með því. Ef þið eruð að hittast þá er ekkert smástrákarugl í gangi. Hann er að meina eitthvað með þessu þó að það sé kannski ekki endilega hjónaband, þá hefur hann sannarlega áhuga á að vera með þér. 

6. Hann ætti að vita hvað hann vill fá út úr lífinu og er eflaust ekki að fara að breyta því neitt á næstunni. Hann er líka búinn að prófa að eyða öllum peningunum sínum, vera með tóma vasa og læra að leggja fyrir svo hann ætti að eiga aðeins fyrir hlutunum. Þú þarft að minnsta kosti ekki að lána honum fyrir kaffi. 

7. Þeir eru búnir að læra fullt af sínu fyrra eða sínum fyrri samböndum. Og já, kannski fylgir honum „pakki“ en hann ætti að hafa lært af fyrri mistökum sínum og það er kosturinn. Kostir og gallar, svona er lífið. 

8. Hann eldist vel eins og gott vín og verður bara betri með aldrinum. Silfurrefir eru algjörlega málið og svo verður þetta bara betra og betra, svona sirka þar til hann verður níræður. Þá er þetta búið. Það er ekki til níræður maður sem er líka sexí. 

9. Hann kann að gera framtal. Hann skilur hvað stendur á bréfinu frá skattinum. 

10. Það eru kannski einhverjar fyrrverandi þarna, það er eðlilegt. En ekki hafa áhyggjur. Ástæða þess að hann er með þér er sú að hann vill það. Manstu, hann veit hvað hann vill. 

11. Hann getur verið þrjóskur, vanafastur og hrifinn af rútínunni sinni. Þú ert að öllum líkindum ekki að fara að breyta þessu. Maður kennir ekki gömlum hundi að sitja.

12. Hann er betri í rúminu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er með konu, hann hefur fengið hellings æfingu. Hann veit hvað virkar og hvað ekki. 

Eldri menn hafa aðdráttarafl.
Eldri menn hafa aðdráttarafl. -
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál