Staðreyndir um kynlíf sem þú lærir ekki í skóla

Fólk lærir aðeins undirstöðuatriðin um kynlíf í kynfræðslu.
Fólk lærir aðeins undirstöðuatriðin um kynlíf í kynfræðslu.

Flestir fara í kynfræðslu á sinni skólagöngu en þar eru aðeins undirstöðuatriðin kennd. Hérna kemur listi yfir nokkur atriði sem tengjast kynlífi sem fáir tala um. Listinn kemur af heimasíðu Marie Claire og hér kemur hluti hans.

Það er enginn of stór fyrir smokka

Ef smokkur kemst utan um venjulegt höfuð þá eru miklar líkur á að smokkur passi utan um getnaðarlim bólfélaga þíns.

Pillan er ekki eini valkosturinn

Pillan var aðalgetnaðavörnin hér áður fyrr en í dag bjóðast konum ótal valmöguleikar, svo sem hormónahringurinn, hormónalykkjan og hormónasprautan. Kynntu þér kosti og galla þeirra getnaðarvarna sem standa til boða og finndu það sem hentar þér best.

Kegel-æfingar gera píkuna þína hamingjusama

Þetta ætti að kenna í kynfræðslu því sterkir vöðvar þarna niðri geta haft ótrúlega góð áhrif á kynlífið.

Það tekur konur að jafnaði lengri tíma að fá‘ða heldur en menn

Fullnæging kvenna er stundum eins og fyllingin í Lúxus-karamelluíspinna. Það tekur heila eilífð að komast í þessa dásamlegu miðju, en þetta kemur allt saman og þá er gaman.

Djúpt inni í Lúxus-karamelluíspinnanum er dásamleg fylling.
Djúpt inni í Lúxus-karamelluíspinnanum er dásamleg fylling.

Þú getur stundað kynlíf þegar þú ert á blæðingum

Þetta er skrýtin tilhugsun fyrir suma og útkoman gæti jafnvel verið subbuleg í augum margra en konur ættu ekki að láta blæðingar stoppa sig ef þær vilja stunda kynlíf á þessum tíma mánaðarins.

Konur geta líka „sprautað“

„Female ejaculation“ eða saflát er alveg eðlilegt fyrirbæri sem margir eru feimnir við að ræða.

Það er hægt að „skemmta sér“ of mikið

Það kann enginn betur á þig heldur en þú sjálf þegar kemur að G-blettinum en það er hægt að örva hann of mikið og það veldur því að hann dofnar, þá verður erfitt fyrir bólfélagann að gefa þér fullnægingu. Ef þú átt erfitt með að fá'ða með bólfélaganum gæti verið sniðugt að „spara sig“ áður en þið takið næstu lotu.

Fólk er farið að frysta eggin sín

Konur eru farnar að frysta eggin sín svo að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að „renna út á tíma“. Þannig kaupa þær sér tíma til að einbeita sér að ferlinum og öðrum hlutum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál