Konur vilja kynlíf á kvöldin en karlar á morgnana

Konur virðast hafa mestan áhuga á kynlífi rétt fyrir miðnætti.
Konur virðast hafa mestan áhuga á kynlífi rétt fyrir miðnætti.

Það er engin furða að vandamál tengd kynlífi koma gjarnan upp í langtímasamböndum því karlar og konur virðast hafa áhuga á kynlífi á ólíkum tímum sólahrings. Ákjósanlegasti tíminn fyrir konur til að stunda kynlíf er klukkan 23:21 en besti tíminn fyrir karlmenn til að stunda kynlíf er klukkan 7:45 á morgnana. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum hjálpartækjaframleiðandans Lovehoney.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, sem kynntar voru á Mail Online, eru konur líklegastar til að hafa áhuga á kynlífi seint á kvöldin en karlar virðast vera í mesta stuðinu árla morguns.

Um 2300 einstaklingar tóku þátt í könnuninni. 68% kvenkyns þátttakenda greindu frá því að maki þeirra hefði ekki áhuga á kynlífi á sama tíma og þær. 63% karla höfðu sömu sögu að segja. Í ljós kom að pör lenda oft í vandræðum vegna þess að þau hafa ekki jafn mikinn áhuga á kynlífi á sama tíma. Ef eitthvað er að marka þessar niðurstöður þá eykst áhugi kvenna að jafnaði eftir því sem líður á daginn á meðan áhugi karla fer dvínandi. 

Svona líta niðurstöðurnar út.

Sá tími dags sem konur og karlar vilja stunda kynlíf

                           Menn               Konur

6:00-9:00            28%                 11%

9:00-13:00          10%                  9% 

13:00-16:00         5%                    8%

16:00-18:00         3%                    4% 

19:00-20:00         5%                    6% 

20:00-21:00         10%                  9% 

21:00-23:00        18%                   22% 

23:00-2:00          16%                   25% 

2:00-6:00            3%                     3% 

Lovehoney selur hjálpartæki ástarlífsins.
Lovehoney selur hjálpartæki ástarlífsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál