Biluðustu Hollywood-bónorðin

Heidi Klum og Seal trúlofuðu sig í Kanada.
Heidi Klum og Seal trúlofuðu sig í Kanada. AFP

Í Hollywood er allt tekið skrefinu lengra, að sjálfsögðu bónorðin líka. Hérna kemur listi yfir nokkur biluðustu og áhugaverðustu Hollywood-bónorð allra tíma. Einkaþotur, snjóhús og skýjakljúfur er eitthvað af því sem kemur við sögu. Listinn birtist á heimasíðu People.

Nick Cannon og Mariah Carey

Nick Cannon fór alla leið með sitt bónorð og bað Mariuh Carey meira að segja tvisvar. Í fyrra skiptið gerði hann það á þaki skýjakljúfs í New York með útsýni yfir Empire State-bygginguna sem hann hafði látið lýsa upp í uppáhaldslitum sinnar heittelskuðu. Í annað sinn leigði hann þyrlu og fór Carey í útsýnisflug þar sem hann bað hennar í annað sinn.

Pink og Carey Hart

Pink er ekki vön að fara hefðbundnar leiðir en það var hún sem bað mótorhjólakappann Hart um að giftast sér. Árið 2005 hélt Pink uppi skilti sem á stóð: „Villtu giftast mér?“ fyrir framan Hart þar sem hann keppti í mótorcross. Hart hélt áfram að keyra um á brautinni þannig að Pink skipti út skilaboðunum og skrifaði: „Mér er alvara“. Þá stökk Hart af hjólinu, hljóp til hennar og sagði já.

Seal og Heidi Klum

Söngvarinn Seal fór með Klum í fjallgöngu í Kanada. Hann lét byggja snjóhús fyrir hana og inni í snjóhúsinu beið hennar kampavín, rósablöð, kerti og auðvitað bónorð.

Ludacris og Eudoxie Agnan

Rapparinn og leikarinn Ludacris bað sína kærustu um að giftast sér í háloftunum. Hann fór með hana á rúntinn í einkaþotunni sinni og bað hana um að horfa út. Hann hafði látið varpa skilaboðunum: „villtu giftast mér?“ á grasið fyrir neðan þau.

Dean McDermott og Tori Spelling

Dean McDermott bað um hönd sinnar heittelskuðu á aðfangadag. Hann keyrði um með hana í glæsilegum hestvagni og stoppaði á fallegum stíg sem hann hafði látið lýsa upp, þar færði hann henni demantshring.

Matthew McConaughey og Camila Alves

Hjartaknúsarinn Matthew McConaughey tók bónorðið alvarlega og bað Camilu Alves á jólunum. Hann færði henni stóran pakka en inni í pakkanum voru margir kassar. Þegar Alves hafði opnað ótal kassa fann hún lítið box sem innihélt glitrandi trúlofunarhring.

Matthew McConaughey bað um hönd Camilu Alves á jólunum.
Matthew McConaughey bað um hönd Camilu Alves á jólunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál