Hver er að eyða þér af Facebook?

Langar þig að fá tilkynningu um leið og einhver eyðir …
Langar þig að fá tilkynningu um leið og einhver eyðir þér af Facebook? AFP

Hefur þig alltaf langað til að vita hverjir hafa eytt þér af samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Instagram? Núna er það hægt með hjálp forritsins Who Deleted Me.

Who Deleted Me er viðbót sem hægt er að bæta við Google Chrome-vafrann. Forritið sendir þér tilkynningu um leið og einhver eyðir þér af samfélagsmiðlum. Forritið var gefið út í seinustu viku og hefur vakið mikla athygli.

Það er einn hængur á. Who Deleted Me segir bara til um hver hefur eytt þér af samfélagsmiðlum síðan þú sóttir forritið. Þess vegna er ekki hægt, enn sem komið er, að komast að því hver hefur eytt manni áður en forritið kom til sögunnar.

Á heimasíðu forritsins má finna allar helstu upplýsingar um hvernig það virkar. Heimasíðan hefur þó legið niðri annað slagið vegna álags. Það vilja greinilega allir vita hverjir hafa eytt þeim.

Hvað ætli margir vinir þínir hafi hætt að „fylgja“ þér …
Hvað ætli margir vinir þínir hafi hætt að „fylgja“ þér á Twitter? Photo: itv.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál