Þessi mynd reitti margar mæður til reiði

Konan á myndinni er fyrirsætan Ymre Stiekem.
Konan á myndinni er fyrirsætan Ymre Stiekem. Facebook @bugaboo

Ný auglýsing frá fyrirtækinu Bugaboo, sem sérhæfis sig í framleiðslu á barnavögnum, hefur vakið mikla athygli og reiði á meðal viðskiptavina og annarra. Margar mæður hafa lýst yfir óánægju sinni með auglýsinguna sem þær segja gera óraunhæfar kröfur til nýbakaðra mæðra.

Í nýju auglýsingunni má sjá sjá tágranna hlaupandi konu með tónaða magavöðva ýta Bugaboo-kerru á undan sér. Konan klæðist sundfötum og í kerrunni er lítið barn.

Facebook-notendur hafa ekki hikað við að gagnrýna auglýsinguna.

„Virkilega, af hverju ætti hún að fara út að hlaupa í þessu? Þetta er hörmuleg kynning. Ég verð að viðurkenna, hún er í flottu formi, er í alvöru?!!!,“ sagði kona að nafni Jennifer Hibbs-Miller á Facebook-síðu Bugaboo. „Ég elska hversu eðlileg þessi mynd er, hún gefur góða mynd af flestum mæðrum,“ sagði önnur í kaldhæðni. 

„Við viljum veita foreldrum innblástur til að kanna heiminn með fjölskyldu sinni á meðan þau stunda heilbrigðan lífstíl,“ sagði í tilkynningu frá Bugaboo.

Bugaboo-vagnar eru að kosta í kringum 100.000 krónur.
Bugaboo-vagnar eru að kosta í kringum 100.000 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál