Hvernig á að veita hin fullkomnu munnmök?

mbl.is/AFP

Anna Breslaw hjá vefnum Glamour bað nokkra vini sína um álit á því hvað einkenni hið fullkomna tott. Mennirnir sameinuðu krafta sína og bjuggu til þennan áhugaverða lista um það sem þeim þykir einkenna hið fullkomna tott.

Veittu hverju svæði á typpinu þá athygli sem það þarf

Sum svæði á typpinu eru viðkvæmari en önnur og því þarf að nálgast þau á mýkri hátt en önnur.

Leyfðu honum að nota hendurnar

Það er hægt að skynja margt í gegnum hendurnar og því er notalegt að leyfa honum að nota þær á meðan á totti stendur. 

Ekki vera hrædd/ur við punginn

Ekki ráðast á hann en mundu að hann er til staðar. Veittu honum þá athygli sem hann þarf. 

Það er allt í góðu að gefa frá sér hljóð

Sumir halda að það sé bannað að gefa frá sér hljóð á meðan á totti stendur en svo er ekki.

Reyndu að koma sem mestu upp í munninn.

„Því meira af typpinu sem þú kemur upp í munninn, því betra,“ sagði annar maðurinn. Þó svo að það sé ekki hægt að vera þannig allan tíma getur verið athyglisvert að prófa það. 

Náðu augnsambandi

Mennirnir voru sammála um að létt augnsamband væri afar heillandi, svo lengi sem það er óvænt en ekki klukkutíma löng störukeppni.

Kyngdu ekki spíta út úr þér

Sitt sýnist hverjum en mönnunum fannst afar heillandi ef aðilinn sem að veitir tottið er til í að kyngja sæðinu. 

Morgunblaðið/Þorkell
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál