Gabbaði alla og þóttist eiga von á þríburum

Skjáskot af heimasíðunni fakeababy.com
Skjáskot af heimasíðunni fakeababy.com

16 ára stúlka frá Michigan í Bandaríkjunum náði að gabba vini, fjölskyldu og kærastann sinn þegar hún þóttist eiga von á þríburum. Stúlkan notaðist við leikmuni sem hún verslaði í gegnum sérstaka heimasíðu sem gerir konum kleyft að gera sér upp þungun.

Stúlkan notaðist við síðuna fakeababy.com en á þeirri síðu er hægt að kaupa sónarmyndir, gervimaga, jákvæð þungurnarpróf og aðra muni.

Stúlkan hélt svo kallaða „baby shower“ til heiðurs barnanna þriggja og vinir og vandamenn glöddust með henni þegar hún átti að vera komin tíu mánuði á leið. Það voru hinsvegar notendur Facebook sem komu upp um hana þegar þeir sáu að sónarmyndin af „þríburunum“ sem hún hafði deilt var ekki eins og hún átti að vera.

Stúlkan mun hafa brotnað saman þegar upp komst um lygina. Þá viðurkenndi hún að hún hefði misst fóstur á sjöttu viku en viljað viðurkenna það. Þessu var greint frá á vef Fox2Detroit.

„Hún sagði engum frá, hún var hrædd og vissi ekki hvað hún átti að gera. Öllum gjöfum sem hún hefur fengið verður skilað,“ sagði bróðir stúlkunnar.

Kærasti stúlkunnar mun þá hafa fallið fyrir lygi hennar. „Ég var spenntur, ekki misskilja mig, en ég var hræddur.“

Skjáskot af vefnum fakeababy.com. Það er hægt að versla vafasama …
Skjáskot af vefnum fakeababy.com. Það er hægt að versla vafasama leikmuni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál