Getur sönn ást skemmt kynlífið?

Ástin getur gert kynlífið óspennandi að sögn Tracey Cox.
Ástin getur gert kynlífið óspennandi að sögn Tracey Cox.

Getur verið að ástin sé að skemma kynlífið hjá pörum? Kynlífsfræðingurinn Tracey Cox segir ástina geta gert kynlífið æðislegt...en líka óspennandi.

Cox segir ástina hafa mikil áhrif á kynlífið. „En verum hreinskilin, þau eru ekki alltaf jákvæð,“ skrifað Cox í sinn nýjasta pistil á Mail Online. „Sumir segja að ástin geri kynlífið betra en aðrir mótmæla og segja að hún geti skemmt fyrir.“

Þá telur Cox upp kostina og galla.

Kostir:

  • Ef að þú finnur einhver sem þú ert ástfangin af og laðast líka að kynferðislega þá hefur þú dottið í lukkupottinn.
  • Sönn ást er einstök tilfinning. Líka losti. Ef þú færð bæði í einum pakka þá gætir þú fundið fyrir alsælu.
  • Traust getur verið frelsandi.
  • Fullnæging með einhverjum sem þú elskar getur verið himnesk.
  • Þið þekkið hvort annað og vitið hvað þið viljið.

Gallarnir:

  • Það vantar „þetta nýja“.
  • Það getur verið leiðigjarn að stunda alltaf kynlíf með sömu manneskjunni.
  • Flest okkar eiga erfitt með að breyta til í rúminu þegar við höfum fundið rútínu sem okkur líkar vel við.
  • Ástríða á það til að breytast í samúð með tímanum.
  • Ef kynlífið er slæmt í hjónabandinu þá situr þú upp með það.
  • Það að vera sálufélagi einhvers getur gert slæma hluti fyrir kynlífið ykkar.
  • Kynlíf verður gjarnan óspennandi þegar þú getur fengið endalaust af því.

Þetta er hluti þeirra kosta og galla Cox nefnir í pistlinum sínum, hann má lesa í heild sinni á Mail Online.

„Ef kynlífið er slæmt í hjónabandinu þá situr þú upp …
„Ef kynlífið er slæmt í hjónabandinu þá situr þú upp með það,“ segir sérfræðingurinn Tracey Cox. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál