Ertu feimin við nýja bólfélagann?

Margir eru feimnir við að stunda kynlíf með nýjum bólfélaga.
Margir eru feimnir við að stunda kynlíf með nýjum bólfélaga. mbl.is/AFP

Margir eru feimnir við að verma sængina með nýjum bólfélaga. Konur óttast jafnan að líkamar þeirra séu ekki nógu girnilegir, en karlmenn óttast frekar að standa sig ekki.

Tracey Cox  birti pistil á Daily Mail þar sem hún deilir ráðum með lesendum sem hjálpa þeim að yfirstíga feimnina og njóta sín í botn með nýja félaganum.

Stundaðu sjálfsfróun

Ef þú gerir það ekki reglulega skaltu byrja á því strax. Með því móti venur þú líkamann á að fá fullnægingar.

Taktu hænuskref

Byrjið á því að kúra nokkrum sinnum. Síðan þegar þið eruð tilbúin má bæta meira keleríi í leikinn, eða jafnvel munnmökum, áður en þið stingið ykkur í djúpu laugina.

Tilhugsunin um að sofa hjá bólfélaganum verður ekki eins ógnvekjandi ef þið farið hægt í sakirnar.

Undirbúðu þig

Hafðu smokka og sleipiefni við höndina, hrein sængurföt á rúminu og jafnvel morgunmat í ísskápnum sem grípa má í næsta morgun.

Þú vilt ekki láta líta út fyrir að hafa velt þessu of mikið fyrir þér, en að sama skapi er ekki gott að vera óundirbúinn þegar rétta augnablikið rennur upp.

Æfðu heilbrigðan hugsunarhátt

Kynlíf er ekki próf. Þú færð ekki „staðið“ eða „fallið“ í kladdann (en ef þér líður þannig er þetta líklega ekki rétti bólfélaginn fyrir þig).

Hættu að stressa þig, kynlíf þarf ekki að vera fullkomið.

Fullkomið kynlíf á sér stað í bíómyndum, venjulegt fólk bögglast hinsvegar oft í gegnum fyrstu skiptin með nýjum félaga.

Ekki vera hrædd við að minnka lýsinguna

Lýsingin er lykilatriði. Sérstaklega ef þú ert mjög meðvituð um eigin líkama.

Ef þú vilt hafa ljósin slökkt í fyrstu skiptin skaltu segja það. Seinna er síðan hægt að auka lýsinguna eftir því sem sjálfstraustið eykst.

Ekki hafa áhyggjur af nærfötunum 

Ef rétti tíminn rennur upp, en svo óheppilega vill til að þú ert í hrikalega ljótum nærfötum, er betra að láta vaða í stað þess að reyna að koma sér undan. Þess í stað getur þú reynt að fjarlæga nærfötin svo lítið beri á.

Hjálpaðu bólfélaga þínum að afklæða þig, þannig gefur þú einnig til kynna að þú hafir jafn mikinn áhuga á kynlífi og hann.

Ekki drífa þig í mark

Kyssist, farið ykkur hægt og gefið ykkur tíma til að kynnast líkömum hvors annars.

Leiðbeinið hvort öðru – en ekki of mikið

Þið eruð líklega bæði stressuð og undir álagi. Þess vegna getur verið gott að halda leiðbeiningum í lágmarki þar til síðar.

Hafðu þetta einfalt

Það er alger óþarfi að draga fram allt vopnabúrið í fyrsta skiptið, geymdu ísmolana, svipurnar og loftfimleikana þar til síðar. Þetta getur látið þig líta út fyrir að reyna of mikið.

Að sjálfsögðu skaltu passa upp á tæknina þína, en ekki reyna að vera besti rekkjunautur sem bólfélaginn hefur nokkurn tímann sængað hjá.

Ekki láta það á þig fá ef hann fær fullnægingu á undan þér

Þetta er fullkomlega eðlilegt. Hann er æstur og konur eru oft feimnar við að segja hvað þeim líkar fyrst um sinn.

Slæmt kynlíf er ekki heimsendir

Ef ykkur líkar vel við hvort annað er alger óþarfi að kasta því á glæ eftir einn slakan drátt.

Ef þið eruð ennþá spennt fyrir hvort öðru er gott að slá þessu upp í létt grín, viðurkenna að þetta hafi ekki alveg gengið eftir áætlun, en segjast vilja bæta úr því seinna.

Ekki spyrja: „hvernig var ég?“

Minntu þig á að frábært kynlíf á sér oft ekki stað fyrr en eftir nokkur skipti með sama bólfélaga. Reyndu að fara ekki á límingunum yfir þessu, hringdu þess í stað í góða vinkonu daginn eftir til að skeggræða þetta allt saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál