5 staðreyndir sem þú þarft að vita um BDSM

Sumir notast við handjárn í leikjum sínum.
Sumir notast við handjárn í leikjum sínum. Af vef London Fire Brigade

Staðreyndir um BDSM

BDSM hefur mikið verið á milli tannanna á fólki síðan 50 gráir skuggar sló í gegn, en þó virðist gæta örlítils misskilnings í tengslum við fyrirbærið. Fólk tengir BDSM gjarnan við ofbeldi, þar sem annar aðilinn brýtur gegn hinum. Þetta er ekki rétt segir sambandsráðgjafinn Emma Dixon, sem sérhæfir sig í samböndum og kynferði, í pistli sínum á Mindbodygreen.

BDSM snýst ekki endilega um kynlíf

BDSM snýst í eðli sínu ekki endilega um kynlíf, þrátt fyrir að leikirnir séu oft erótískir. Oft er sársauki hluti af leikjunum, en þó ekki alltaf.  

Tilfinningar eru oft kannaðar í gegnum leik, til dæmis með því að binda bólfélaga sinn, rassskella hann eða binda fyrir augun á honum. Einnig leika pör sér oft með hlutverk, þar sem annar aðilinn er drottnandi á meðan hinn er undirgefinn.

BDSM getur falist í því að par leiki sér með reipi, en það getur líka falist í því að setja á svið flóknar senur með mörgum aðilum og fullt af leikmunum. Og í raun allt þar á milli.  

Samþykki beggja aðila og öryggisorð eru algert grundvallaratriði

Samþykki verður að liggja fyrir áður en fólk stundar BDSM. Einnig er mikilvægt að fólk ræði mörkin sín áður en það fer að leika sér. Þetta eru alger grundvallaratriði.

Ef þú ert nýr í BDSM heiminum er mikilvægt að ræða hvað þú vilt, hvað þú vilt ekki og hvernig þú ætlar að gefa félaga þínum til kynna að hann skuli hægja á sér, eða stoppa. Einnig skuluð þið ræða hvað tekur við að leiknum loknum, eða svokallað „aftercare“.

Ef þú færð ekki að koma að ákvarðanatöku í leik skaltu ekki taka þátt. Samþykki er það sem skilur á milli leiks og misnotkunar.

BDSM getur verið gáskafullt

Þú kannast líklega við að hafa leikið löggu og bófa sem barn. Fólk hefur í eðli sínu gaman að því að kanna mörk og leika sér með valdahlutverk.

Það getur verið mjög skemmtilegt að kanna fantasíur með aðila sem þú treystir. Auk þess að vera skemmtilegt getur það einnig leitt til aukins trúnaðartrausts á milli fólks og dýpkað samband þeirra.

BDSM getur dýpkað meðvitund þína

Fólk hefur lýst því að það hafi upplifað tilfinningu líka því að yfirgefi líkama sinni og tengjast einhverju æðra þegar það stundar BDSM.

Þegar þú ert öruggur og sleppir tökunum er auðvelt að upplifa breytt hugarástand.

BDSM getur verið græðandi

Að taka loksins stjórnina, til dæmis ef brotið hefur verið á þér, getur leitt til þess að sár grói.

Að sama skapi getur það verið gott að sleppa tökunum og upplifa það að vera undirgefinn ef þú ert alltaf við stjórnvölinn.

BDSM gerir þér kleift að kanna kynferði þitt og öðlast aukinn persónulegan þroska, svo lengi sem þú spilar eftir reglunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál