Er samband í sjónmáli, eða vill hann bara sofa hjá þér?

Er maðurinn sem þú ert að hitta tilvonandi kærasti, eða …
Er maðurinn sem þú ert að hitta tilvonandi kærasti, eða bara óbreyttur bólfélagi? mbl.is/AFP

Flestar þekkjum við manngerðina sem forðast samband eins og heitan eldinn, en er þó alltaf til í að stökkva upp í rúm þegar tækifæri gefst.

Margar konur hafa brennt sig illa á mönnum sem slíkum, sér í lagi ef þær leyfa sér að dreyma um samband.

Á vefsíðunni Elite Daily er að finna nokkrar vísbendingar sem lýsandi eru fyrir karlmenn sem ekki hafa samband í huga.

Hann hefur ekki kynnt þig fyrir fjölskyldu sinni, eða vinum

Ef þú skiptir hann máli mun hann vilja monta sig af þér og gera öllum ljóst að þú sért frátekin.

Þið hittist ekki oft utan svefnherbergisveggjanna

Annað hvort eruð þið í bólinu, eða að hann er að leita leiða til að lokka þig þangað.

Hann kyssir þig ekki upp úr þurru

Ekki bíða í ofvæni eftir svolitlum kossi á kinn.

Þegar hann sýnir þér ástúð er það líklega til þess gert að lokka þig í bólið.

Þið kúrið ekki

Svolítið kúr að bólförum loknum þykir yfirleitt notalegt.

Þegar þú ert óbreyttur bólfélagi er ólíklegt að hann vilji eyða miklum tíma í faðmlög, sér í lagi þegar hann hefur fengið sínu fram.

Þið farið ekki á stefnumót

Hvers vegna ætti hann að bjóða þér á stefnumót þegar hann veit að honum nægir að senda þér skilaboð.

Hann ræðir ekki framtíðina

Þetta gæti verið vegna þess að hann sér þig ekki fyrir sér í framtíð sinni.

Þú ættir kannski ekki að eyða miklum tíma í að ímynda þér hvernig börnin ykkur myndu koma til með að líta út. Óbreyttur bólfélagi verður sjaldan eiginkona.

Hann er með afsakanir á reiðum höndum

Hann er með fjölda afsakana á reiðum höndum, allt frá: „ég hef bara ekki tíma fyrir alvarlegt samband núna“ eða „ég vil ekki setja merkimiða á samband okkar“.

Þegar þú heyrir eitthvað þessu líkt veistu að þú ert ekki annað en rekkjunautur í hans augum.

Þú færð ekki sakleysisleg skilaboð, líkt og: „hvernig hefur þú það?“

Ekki búast við því að hann hafi áhuga á því að heyra hvernig vikan þín var.

Oft er það þó svo að þú sendir honum skilaboð, sem hann síðan svarar ekki fyrr en hann vill fá þig í bólið.

Hann hefur bara samband á skringilegum tímum

Iðulega sendir hann þér skilaboð eftir miðnætti.

Ekki halda niðri í þér andanum og vonast eftir að hann sendi þér skilaboð seinnipartinn til að bjóða þér í kvöldverð.

Þegar síminn pípir um miðja nótt veistu að það er hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál